- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
314

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

314

UM ÍSLENDINGASÖGUR

sem liann beint vitnar i, og Landnámu, og aS likindum
einhverjar munnmælásögur. Ættartala Bjarnar
Hitdæla-kappa i uppliafi 58. k. er tekin eftir Landnámu,1) enn
vera má, að sama ættartalan hafi lika staðið i Bjarnar
sögu Hitdælakappa, meðan hún var heil. Grettis saga
segir, að Björn hafi búið í Hólmi, þegar Grettir var á
hans vegum. Það er í mótsögn við Bjarnar sögu
Hitdæla-kappa, sem segir, að Björn hafi þá búið á Völlum. Það
sem Grettis saga segir, að Björn liafi jafnan lialdið seka
menn, kemur aftur á móti lieim við Bjarnar sögu
Hit-dælakappa2) og er líklega þaðan tekið. Báðum sögunum
kemur saman um, að Grettir hafi verið í skjóli Bjarnar,
þegar hann hjelt til í Grettisbæli i Fagraskógafjalli.
Bjarnar saga Hitdælakappa segir stuttlega, að þeir liafi
lagst niður eftir Hitará og þótt jafnsterkir menn. Grettis
saga segir, að þeir liafi reint með sjer margan
frækn-leik, og getur þess, að Bjarnar saga Hitdælakappa kalli
þá „jafna at íþróttum", enn það vill Grettis saga ekki
játa, segir, að Grettir hafi verið sterkastur maður hjer á
landi, siðan Ormr Stórólfsson og Þórólfr Skólmsson lögðu
af aflraunir,3) og um sund þeirra Bjarnar í Hitará segir
hún, að þeir liafi lagst i einu eftir allri Hitará frá vatni og
út til sævar; eru allar likur til, að Grettluhöfundur hafi þar
ikt liina einföldu frásögn Bjarnar sögu Hitdælakappa.
Vegalengdin er 4—5 danskar mílur og i ánni margir fossar.
Það sem Grettis saga segir um, að þeir Björn hafi fært
stjettir i Hitará, „sem aldri siðan liafi ór rekit hvárki með
vatnavöxtum né isalögum eða jökulgangi", stendur ekki i
Bjarnar sögu Hitdælakappa, enn er líklega tekið eftir
munnmælum. Að minsta kosti eru enn í dag svokallaðar
Grettisstillur, stór björg, síndar i ánni skamt firir neðan
Grettisodda. Eftir Bjai’nar sögu Hitdælakappa er Grettir
að eins einn vetur i skjóli Bjarnar, enn eftir Grettis sögu
þrjá, og virðist Grettluböfundur hafa íkt þetta af ásettu

1) L.mdn. Stb. 57. k., Hb„ 45. k„ útg. 1843, bls. 71—72. — 2) 22.
lc„ Boer 48. bls. — 3) Þessi athugasemd virðist benda til, að
Grettlu-liöfundur hafi liér haft firir sjer frásögnina um aflraunir þeirra
Orms og Þórólfs í Orms þætti Stórólfssonar (Flat. I 524. bls.).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0588.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free