- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
313

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

GRETTIS SAGA

313

að norsk lög (Jónsbók) náðu gildi, því þá verður
lög-maður æðsti dómari innan lands, enri á þjóðveldistímanum
hafði hann ekkert dómsvald, og ifir höfuð að tala tiðkast
lögmans eða lögsögumans úrskurðir ekki fir enn eftir að
Iandið kemst undir konung. Auðsjeð er, að þetta, sem
höfundur tekur frá eigin brjósti um orð Skafta, miðar að
því að afsaka Gretti og fegra málstað hans, og er það því
til stuðnings, að frásögn sögunnar um dauða Þórissona
sje löguð af höfundi Gretti i vil.

Jeg fer nú fljótt ifir þann kafla sögunnar, sem gerist
næst eftir útkomu Grettis og sektardóminn. Um vig
Þor-bjarnar öxnamegins hef jeg áður talað. Örnefnið
Spjóts-mýrr bendir til, að höfundur filgi hjer að nokkru
munn-mælasögum. Sömuleiðis hef jeg drepið á veru Þorgils á
Reikjahólum með þeim fóstbræðrum Þorgeiri og Þormóði.
Sagan um viðureign Grettis og Hallmundar likist mjög
útilegumannasögum og stiðst að likindum við munnmæli.
Að Halhnundr sje ekki alveg gripinn úr lausu lofti, á
það bendir örnefnið Hallmundarliraun milli Eiriksjökuls
og Balljökuls. I Grettlu kemur Halhnundr fram sem
nokkurs konar hálftröll. Hann er sá eini, sem Grettir hefur
ekki afl við. Annars hafa útilegumenn mjög hafst við um
þessar slóðir, t. d. Hellismenn i Surtshelli, sem er kendur
við eldjötuninn Surt, og er hjer skamt milli tröllasagna
og útilegumannasagna, eins og eðlilegt er á fjöllum uppi.
Liks eðlis er sagan i 61. k. um vist Grettis i Þórisdal lijá
Þóri þurs, sem sagan kahar „blending" (= hálftröll).
Sagan um viðureign Grettis og Isfirðinga, þegar þeir tóku
hann liöndum og Þorbjörg digra bjargaði honum, stendur
lika i Fóstbræðra sögu Möðruvallarbókar, og hef jeg sínt
fram á það við Fóstbræðra sögu, að þessi kafli í
Möðru-vallabók er innskotsgrein, tekin eftir Grettis sögu, i
Möðru-vallabók og á ekki héima í Fóstbræðra sögu. Ekki er
ólíklegt, að höfundur hafi hjer farið eftir
munnmæla-sögum.

I 58.—60. k. segir sagan frá veru Grettis i
Fagra-skógafjalli i skjóli Bjarnar Hitdælakappa. Hjer hefur
höf-undur haft firir sjer bæði Bjarnar sögu Hitdælakappa,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0587.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free