- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
312

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

312

UM ÍSLENDINGASÖGUR

sektinni. Hitt er vafasamara, hvort öll þau atvik að dauða
þeirra Þórissona, sem sagan segir svo greinilega frá, hafa
filgt hinni munnlegu sögu eða höfundur hefur skreitt þessa
sögu frá eigin hrjósti, og það eru jafnvel mikil líkindi
til, að höfundur hafi i frásögn sinni fegrað mjög málstað
sögukappans. Eftir sögunni er það fullkomið óviljaverk af
Grettis liálfu, að hann verður þess valdandi, að
Þóris-sinir hrenna inni. Þar eru það þeir Þórissinir og menn
þeirra, sem ráðast á Gretti, þar sem hann er að sækja
eldinn i sæluliúsinu, sem liann á eins mikinn rjett á að
nota og þeir. Sagan segir, að þeir hafi setið að drikkju,
og gefur þar með i skin, að þeir liafi verið drukknir. Þeir
halda, að liann sje tröll, og herja liann með eldibröndum,
og af því kviknar i hálminum á gólfinu, og alt fuðrar
upp; Grettir kemst með naumindum út með eldinn úr
höndum þeirra, enn þeir brenna þar inni, og mega þeir i
rauninni sjálfum sjer um kenna, enn Grettir er saklaus.
Éftir á gerir Grettir enga tilraun til að dilja þetta óhapp,
heldur þvert á móti sannar það opinberlega með
járn-burði, að sjer hafi verið þetta ósjálfrátt, þó að sú tilraun
hans verði að engu sakir bráðlindis hans og gæfuleisis.
Enginn getur kallað þetta morð, eins og því er list i
sög-unni. Aftur á móti segja Landnámuhandritin Hauksbók
og Melabók berum orðum, að Grettir hafi mirt Orm son
Þóris, og má ætla, að þar komi fram liin sanna gamla
Landnámusögn, tekin eftir eldri munnmælum, og er engin
ástæða til að halda, að sú sögn hafi af hlutdrægni liallað
á Gretti, enn hitt skiljanlegt, að Grettis saga liafi fegrað
málstað sögukappans. Og víst er það, að eftir Grettis sögu
sjálfri, 46. k., dæmir alþingisdómur Gretti sekan
skógar-mann firir þetta verk. Og þó að sagan á þessum stað láti
Skafta lögsögumann bera í bætifláka firir Gretti og segja,
að hann muni ekki „leggja órskurð á, at Grettir sé sekr
görr um þetta at svá göru", þá er auðsjeð, að þessu bætir
höfundur við frá eigin brjósti, þvi að það ber vott uni
ókunnugleika á lögum þjóðveldisins — lögsögumaður gat
þá ekki með úrskurði sínum gripið fram firir hendurnar
á dómstólunum, og lilitur þetta að vera ritað noklcru eftir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0586.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free