- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
315

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

GRETTIS SAGA

315

ráði, sjerstaklega af þvi að liann var i vandræðum að filla
með viðburðum alla þá mörgu vetur, sem Grettir var í
sekt. Það, sem sagan segir um fjandskap þeirra Bjarnar
Hitdælakappa og Þórðar Ivolbeinssonar, er auðvitað tekið
eftir Bjarnar sögu Hitdælakappa, enn af þeim fjandskap
leiðir, að sagan lætur Gretti, sem er skjólstæðingur
Bjarnar, leita helst á vini Þórðar, og að Þórðr verður
for-sprakki þeirra manna, sem reina að ráða Gretti af dögum
eða koma honum burt úr sveitinni. Grettis saga lætur
Gretti rata i ims æfintíri, meðan hann er undir væng
Bjarnar, sem Bjarnar saga Hitdælakappa veit ekkert um.
Er þar first hin ágæta saga um ráðninguna, sem hann
gaf Gísla, sögð af hinni mestu snild. Eftir Grettis sögu
er Gísli þessi, sem Grettir iiiddi, sonur Þorsteins þess,
„er Snorri goði lét drepa". Þennan Þorstein þekti
höf-undur auðvitað úr Heiðarviga sögu — vjer höfum áður
sjeð, að sú saga var höfundi kunn — sá Þorsteinn var
Gíslason, og verið getur, að Heiðarviga saga liafi getið
þess, að hann hafi átt son að nafni Gísla, — sagan er
á þeim kafla ekki til i frumriti, heldur að eins i ágripi,
sem Jón Ólafsson Grunnvikingur hefur ritað eftir minni,
— enn ekki er þessi Gísli sá maður, sem bektist við
Barða á þingi og var veginn á GulJ teig, eins og Jón
Ólafs-son lijelt. Sá Gisli var Þorgautsson, það hef jeg sint i
firir-lestrunum um Heiðarvíga sögu. Jeg læt þvi ósagt, hvort
höfundur hefur beint tekið þennan Gisla, son Þorsteins,
eftir Heiðarviga sögu, eða hitt — sem mjer þikir fult eins
liklegt — að liann hafi búið til nafnið Gisli eftir afa hans,
föður Þorsteins Gíslasonar. Enn annars er sagan svo
ein-kennileg og sögð með svo greinileguin atvikum, að því
er staðháttu snertir, að varla er lildegt, að hún sje einber
skáldskapur, heldur mælir alt með, að munnmæli hafi
gengið um, að Grettir ha’fi veitt einliverjum Gisla
ráðn-ingu, og höfundur Iiafi að eins búið það til, að liann hafi
verið sonur Þorsteins, af því að hann átti samnefnt við
föður lians.

Þá er sagan um bardagann i Grettisodda milli Grettis
og Miranianna. Hún er eflaust að nokkru eftir munn-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0589.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free