- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
204

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

90

UM ÍSLEN’DINGASÖGUR 204

stórum við hníta". Líklegt er, að Kormáks saga hafi hjer
haft firir sjer Heiðarvíga sögu.

Afstaða Heiðarviga sögu við aðrar sögur er þá sú,
að hún virðist sjálf ekki hafa notað eða þekt neina af
þeim sögum, sem vjer nú höfum, enn hins vegar hefur
Ej’rhj’ggja og Grettis saga og ef til vill Laxdæla og
Kormáks saga notað Heiðarviga sögu.

Þá er að minnast nokkrum orðum á þá íþrótt, sem
kemur fram i Heiðarviga sögu, drepa á meðferð
höf-undar á efninu, orðfæri og stil.

Jeg hef áður tekið það fram, að uppistaðan, alt frá
þvi er Styrr vegur Þórhalla á Jörfa alt til enda sögunnar,
er fullkomin og hláþráðalaus. I nánu sambandi við víg
Þórhalla stendur það víg, sem Styrr vó þar næst á undan
(Einars? J. Ó.). Enn það sem þar er firir framan,
berserkjaþátturinn og liið firsta víg, sem inntakið getur
um (Þórmóðs eða Þorbjarnar? J. Ó.), leikur nokkuð
lausu við það efni, sem á eftir fer, ef treista má inntaki
Jóns, og bendir þó Jón sjálfur til1), að firsti maðurinn,
sem Styrr vó, muni hafa verið skildur IvlepiDjárni, sem
síðar skitur skjólshúsi ifir Gest, veganda Styrs, og stendur
þá þetta víg í beinu sambandi við frásögnina um deilur
Borgfirðinga við Snorra goða siðar i sögunni. Uppistaðan
er þvi óaðfinnanleg, að svo miklu leiti sem vjer nú getum
um liana dæmt, enn af þvi að upphaf sögunnar vantar
alveg og firsti kafli inntaksins ekki sem ábiggilegastur,
verður ekki sagt neitt vist um þann kafla.

Ifirleitt má segja, að íþrótt sú, sem lísir sjer i
Heiðar-viga sögu, standi skör lægra enn iþrótt sú, sem kemur
fram i þeim sögum, sem samdar eru af mestri snild, t. d. i
Njálu eða Egils sögu. Það er eins og iþróttin sje enn i
barndómi. Og þó sjást glöggar menjar þess, að
höfundur-inn hefur haft firir augum iþróttareglur, sem aðrar sögur
beita með meiri snild. T. d. beitir liann með fullri
með-vitund þvi bellibragði sagnanna, að vekja athigli og
eftir-vænting lesandans eða áheirandans með þvi að boða firir-

1) Bls. 3 nm.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0478.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free