- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
203

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

HEIÐARVÍGA SAGA

203

Halls, bróður þeirra, á Borgfirðingum, og ræðst i atförina
með þeim, enn þeim tekst að tálma för móður sinnar.
Atvikin eru að visu nokkuð öðruvisi, enn andinn binn
sami. Allar likur eru til, sjerstaklega þar sem um mæðgur
er að ræða, að önnur sagan liafi hjer sniðið frásögn sina
eftir liinni, og þá lilítur það að vera Laxdæla, sem hefur
tekið sjer Heiðarvíga sögu til firirmindar, þvi að enginn
efi er á, að Heiðarviga saga er eldri enn Laxdæla. Annars
fer Laxdæla ekkert út i efni Heiðarviga sögu, getur þó
þess, að Hallr var i förum milli landa, enn um Barða
segir hún það eitt, að liann hafi tekið þátt i atförinni að
Bolla með Ólafssonum.

Vatnsdæla og Heiðarviga saga hafa ekkert
sam-eiginlegt annað enn það, að Vatnsdæla nefnir Barða á
einum stað, enn ættfærir liann öðruvisi, segir, að hann
hafi verið Sölmundarson Guðmundarsonar i stað
Guð-mundarson (Sölmundarsonar). Heiðarviga saga nefnir
Guðbrand á Guðbrandsstöðum i Vatnsdal, sem átti
Guð-rúnu, sistur Barða. Ekki segir sagan, hvers son hann
var. Það getur þvi verið vafasamt, hvort Heiðarvíga saga
á við sama Guðbrand sem Vatnsdæla segir að hafi búið
á Guðbrandsstöðum, son Þorsteins Ingimundarsonar
hins gamla. Vatnsdæla getur ekki um, að Guðbrandr
væri kvongaður Guðrúnu sistur Barða. Hins vegar getur
Vatnsdæla þess, að Þorsteinn, faðir Guðbrands, átti firir
konu Þuriði gyðju, föðursistur Barða (sbr. Landn.), enn
um þær mæðgur stendur ekki eitt orð í Heiðarvíga sögu,
eins og hún er nú. Alt bendir til, að sögurnar sjeu
óháð-ar hvor annari. Aftur á móti eru nokkrar likur til, að
önnur saga úr Húnavatnsþingi hafi þekt og notað
Heið-arviga sögu. Frásögnin i Ivormáks sögu (1. k.) um
fram-sínu fóstruna, sem fer höndum um Ögniund, áður en
hann gengur á hólm, er nauðalik sögunni um Kjannök,
hina framsínu fóstru Barða, sem fer liöndum um hann,
áður en hann leggur á stað i Heiðarvígin. Hjer er
orð-rétt samhljóðun. Þegar kerlingarnar hafa farið höndum
um fóstra sina, segir Ivjannök: „hvergi þykki mér við
hnita, svá at ek finna stórum", og hin: „kvað hvergi

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0477.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free