- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
13

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

VÍNLA.NDSFERÐIRNA.R 13



þessar strandir um 440 km. að lengd, eða álíka vegur
og austan-frá Horni að Reykjanesi. Þarna, á þessum
sann-nefndu furðuströndum á Labrador, er landið alt
svo lágt, að örðugt er að greina af sjó, jafnvel úr fárra
km. fjarlægð, nokkurn einn stað frá öðrum á landi,
eptir þvi sem segir i leiðarvísinum um þessar slóðir.
Þarna eru öræfi ein, eins og komist er að orði i
sög-unni i handr. AM. 557, 4to, hafnleysur einar. Þarna
eru «strandir langar ok sandar«, strandlengjan skiptist
af smávikum og smánesjum. Falla þarna margar ár til
sjávar og hafa borið fram sand, svo að þar verða við
strendurnar miklir og margir sandar. Er i
mörg-um þeirra töluvert af seguljárni og aðallega þess
vegna eru nokkrar mannavistir hjer og þar á þessum
eyðiströndum. Það kemur að sönnu illa heim við
frá-sögnina um ferðina frá Marklandi, að þessar
furðu-strandir eru aðallega i beinni stefnu frá austri til
vest-urs. En þótt sagt sje, að þeir hafi siglt suður með
land-inu langa stund, þá er það samt ekki svo mjög fjarri
lagi. Alt norðan-frá Fagurey (Bjarney?) og suður-að
Whittle-nesi hafa þeir hlotið að sigla i útsuður og er
sú leið upp undir 330 km. En þess má sjá mörg dæmi,
að fornmenn tilgreindu ekki nje miðuðu áttir svo
ná-kvæmlega sem menn gera nú, einkum á sjóferðum.

Halldór Hermannsson álitur,1) að Leifur Eiriksson
hafl farið norður um Lárentíusar-flóann er hann fór
heim til Grænlands frá Vínlandi, og að hann hafi þá
siglt út um sundið hjá Fagurey; einhverir af
skipverj-um Leifs hafi verið með þeim Þorfinni og þvi hafi
þeir farið þar um. — Mjer þykir líklegt, að Leifur hefði
jafnan orðið var við að hann hafði Nýfundna-land á
stjórn, hefði hann farið þar norður-um, og að þá hefðu
þeir menn hans, sem með Þorfinni kunna að hafa
verið, — og sennilega hafa þeir verið einhverir —, leitað
þar suður fram með Nýfundna-landi aptur, haft það á
bakborða. — Jeg ætla, eins og jeg tók fram áður, að

1) í grein sinni »The Wineland voyages«, bls. 108—109.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0030.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free