- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
14

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

14

VÍNLA.NDSFERÐIRNA.R 14

Leifur hafi haft Nýja-Skotland og Nýfundna-land á
bakborða, er hann fór heim frá Vínlandi; i þvi kann
að hafa legið nokkur ástæða til, að þeir Þortinnur fara
suðvestur og vestur fram með Labrador (Marklandi og
Furðuströndum), með landi á stjórn. Heimleið Leifs
kann á þann hátt að hafa haft áhrif á suðurleið þeirra
Þorfinns, eins og Halldór Hermannsson ætlar.
Stefn-urnar voru líka dálítið svipaðar; þeir Þorfinnur hafa
ef til vill haldið að þeir væru nokkurn veginn á sömu
leið og Leifur hafði farið heim, — unz þeir komast inn
i Lárentiusarfjörðinn, þá sjá þeir, að þeir hafa ekki
opið haf á bakborða þar inneptir.

En hvar er Kjalarnes? Eins og frásögnin er orðuð
hjer i sögunni, verður það ekki ijóslega sjeð. Helzt
virðist eiga að skilja hana svo sem þeir Þorfinnur hafi
verið komnir framhjá eða sigldir út frá
Furðuströnd-um, er þeir reru til lands á Kjalarnesi, og að landið
hafi þá verið farið að gerast vogskorið. Kemur meining
málsins betur í ljós, ef setningunum i frásögninni er
skipað svo niður: »Þaðan sigldu þeir suður með
land-inu langa stund. Lá landit á stjórn. Váru þar strandir
langar ok sandar. Þeir kölluðu strandirnar
Furðu-strandir, þvi at langt var með at sigla. (Þeir) komu at
nesi einu. Þeir reru til lands ok fundu þar á nesinu
kjöl af skipi ok köllaðu þar Kjalarnes«. — Steensby
þótti líklegast að Kjalarnes væri Kúanes (Point vaches),
nes það er verður norðaustan-við mynni árinnar
Sa-guenay, fremur en Montsnes (Point de Monts), sem er
yzti oddinn á breiðu nesi, er skagar út i
Lárentiusar-fjörðinn 220 km. norðaustar,1) við vesturendann á
Furðuströndum. í rauninni er Kúanes ekkert verulegt
nes, skagar ekkert fram, og það er svo innarlega i
Lár-entíusarfirðinum, að jeg tel þegar þess vegna næsta
óliklegt, að það sje Kjalarnes. Líldegra miklu teldi jeg,
af þessari frásögn einni, að það sje Montsnes, enda
þykir mjer næsta ósennilegt, að þeir Þorfinnur hafi

1) Mælt eptir sama landsuppdrætti og Furðustrandir.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0031.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free