- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
12

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

12

VÍNLA.NDSFERÐIRNA.R 12

Hvíti-sandur (Blanc Sablon), því að strandlengjan er
þar hvit að sjá i sólskini.1)

Steensby áleit að sú Bjarney, er lá í landsuður
undan Marklandi, sé táin á Norðurskaga á
Nýfundna-landi. Tel jeg það ekki sjálfsagt, þvi að hjer getur
sennilega verið um Fagurey (Belle Isle) að ræða; hún
liggur þar um 15 km. norður-undan landi. Við hana
er kent sundið milli Nýfundna-lands og meginlandsins.
Áleit Steensby að þeir Þorfinnur hafi farið meðfram
landi og þannig inn í sundið. Venjulega kvað þar vera
þokusamt og þykir mjer óvist, að þeir hafi orðið
Ný-fundna-lands varir, en hins vegar ósennilegt, að þeir
hafi álitið það ey, hafi þeir gengið þar á land og unnið
bjarndýrið. Frásögnin um það bendir fremur á Fagurey.

Þá kemur frásögnin um ferðina frá Marklandi.
Hún er dálítið óljóst orðuð, sjerstaklega með tilliti til
Kjalarness, hvar það sje, en það er þó bert, að þeir
sigldu langa stund með landi, sem lá á stjórn, og að
þar voru strandir langar og sandar.

Ætla mætti að þessar Furðustrandir væru
endur-fundnar fyrir löngu, svo einkennilegar sem þær hljóta
að vera eptir lýsingunni. Gustav Storm o. fl. hafa þá
einnig þózt geta bent á þær. En hjer þykir mjer
Steens-by hafa tekið af skarið svo, að fullu ljósi er varpað
yfir Furðustrandir. Hann sýndi fram á með skýrum
rökum, að Furðustrandir eru suðurströndin á
Labra-dor, einltum strandlengja sú, sem er nokkurn veginn
bein frá austri til vesturs, milli Whittle-ness og Eyjanna
sjö. Eptir þeim uppdrætti, sem jeg hef fyrir mjer, eru

1) Hefur Halldór Hermannsson prófessor bent á petta
ný-lega í smágrein um Vínlandsferöirnar (The Wineland voyages)
í The Geographical review, Vol. XVII, No. 1, bls. 107—14. — Áður
haföi Halldór ritaö allmikla grein um Vínlandsferðirnar í
Tima-rit Þjóðræknisfjelags íslendinga, I. ár, bls. 25—52. Gerir hann
par fyrst grein fyrir hinum fornu frásögnum um feröirnar og
siðan frá ritgerðum og skýringum ýmsra manna, sem skrifað
hafa um petta efni. — í íslendinga-sögu Roga Th. Melsteðs, II.,
274—290, er kafli um Vinlandsferðirnar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0029.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free