- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
6

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

6

VÍNLA.NDSFERÐIRNA.R 6

Eins og nærri má geta, hefur þessi landafundur
Leifs vakið hina mestu athygli, fyrst og fremst á
Græn-landi; enda brugðu þeir feðgar í Brattahlíð við, þegar
næsta sumar, árið 1001, Þorsteinn, bróðir Leifs, og
Eiríkur, faðir þeirra, og vildu leita hins nýfundna lands.
Segir svo frá för þeirra í Eiriks-sögu i Hauksbók:
»Síðan sigldu þeir út úr Eiríksfirði með gleði mikilli;
þótti þeim allvænt sitt efni. Þá velkti úti lengi í haíi
ok komu þeir ekki á þær slóðir, sem þeir vildu. Þeir
komu í sýn við ísland ok svo höfðu þeir fugl af írlandi.
Rak þá sldp þeirra um haf innan. Fóru þeir aptr um
haustit ok váru allmjök væstir ok þrekaðir. Koma við
vetr sjálfan á Eiriksfjörð. t*á mælti Eirikr: »Ivátari
sigldu vér í sumar út úr firðinum en nú eru vér ok
eru þó enn mörg góð at«. — Eiríkur hafði lengi verið
tregur til ferðarinnar.

Svo segir i sögunni, að þeir Eirikur hafi farið í
þessa för á skipi, sem Þorbjörn Vifilsson frá
Laugar-brekku á Snæfellsnesi hafði lceypt í Hraunhafnarósi
(Búðaósi) sumarið áður og flutt sig þá á búferlum til
Grænlands. Hafa þeir því ekki haft skip Leifs, og ekki
er þess getið, að hann ætti neinn þátt í þessari ferð.
Bendir það helzt til þess, að hann hafi verið farinn
áður á skipi sínu til Noregs. Eru likur til að hann hafi
ekki verið heima næstu sumur. Hann kemur ekki
framar við Eiriks-sögu. Hann lifði þó um 20 ár enn,
dó um 1020 og mun þá hafa verið um fimtugt. — En
það mun verða að telja líklegast, að meðal þeirra
tutt-ugu manna, sem ráðnir voru til ferðarinnar með þeim
feðgum, hafi verið til leiðsagnar einhverir af skipverjum
Leifs frá ferð hans sumarið áður, þótt ekki tækist betur
til en raun varð á. Helzt mun mega gera ráð fyrir, að
þeir Eirikur og Þorsteinn hafi tekið of austlæga stefnu
þegar. Vafalaust hefur það þó verið einna helzt að kenna
óhagstæðum vindum, að þeir bárust svo langt
norð-austur á bóginn, að þeir komu í sýn við ísland, og
siðan svo langt til suðausturs, að þeir höfðu »fugl af
lrlandi«.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0023.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free