- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
7

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

VÍNLA.NDSFERÐIRNA.R 7



Þegar Þorsteinn kom heim aptur, kvæntist hann
Guðriði, einkadóttur Þorbjarnar frá Laugarbrekku. —
Fóru þau um haustið norður til bús, sem Þorsteinn
átti í Lýsufirði í Vestribygð og settust þar að. En er
Jitið var af vetri, kom sótt upp á bæ þeirra og dó
Þor-steinn úr sóttinni. Fór Guðriður þá aptur í Brattahlíð
og litlu siðar andaðist einnig Þorbjörn, faðir hennar.

Næsta sumar, 1002, varð ekkert úr landaleit frá
Grænlandi. En um hauslið komu þangað tvö skip frá
íslandi. Annað átti Þorfinnur karlsefni Þórðarson,
norð-lenzkur farmaður, af ágætri ætt í Skagafirði, og með
honum var Snorri Þorbrandsson úr Álptafirði, sem
kunnur er af Eyrbyggja-sögu; en hitt áttu þeir Bjarni
Grimúlfsson, breiðfirzkur að ætt, og Þórhallur
Gamla-son, austfirzkur maður. Eiríkur bauð báðum þessum
skipshöfnum veturvist hjá sjer í Brattahlið og gekk
Þorfinnur að eiga Guðriði, tengdadóttur hans, skömmu
eptir jólin. Víkur nú sögunni algerlega að þeim
Þor-finni (7.—14. kap.) og af því hefur hún öll stundum
verið kennd við hann á siðari öldum, enda er hún öllu
fremur um hann og konu hans en Eirík og þá feðga;
1., 3., 4. og 6. kap. eru saga Guðríðar, 7.—14. kap. eru
saga Þorfinns, og 1. kap. kemur einnig sögu hans mest
við, þvi að hann er um forfeður hans, tekinn úr
Land-námabók; en höfundinum hefur láðst að skeyta efnið
i 1. og 7. kap. saman. — Þeir Þorfinnur og Snorri,
Bjarni og Þórhallur fóru allir um vorið 1003 á skipum
sinum að leita hins nýja lands, og með þeim fór á
skipi Þorbjarnar margt fólk frá Grænlandi. 1 upphafi
frásagnarinnar um þessa landaleit þeirra Þorfinns er
landið nýja nefnt Vínland (et góða) og ferðin
Vinlands-ferð. Hvorki i frásögninni um landafund Leifs nje hinni,
um landaleit þeirra Þorsteins og Eiriks, er viðhaft neitt
nafn á landinu. Er svo að sjá af sögunni, að Leifur
hafi ekki gefið því nafn er hann fann það, heldur hafi
landið hlotið þetta nafn, Vínland, heima á Grænlandi
sióar, er mönnum varð tíðrætt um það. — Hvort það

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0024.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free