- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
5

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

VÍNLA.NDSFERÐIRNA.R 5



Þormóðs sagnaritara Torfasonar,1) hafa menn ritað og
rætt mikið um það, hvar Leif hafi raunar borið að
landi, þar er hann fann þær jurtategundir, sem skýrt
er frá. Hefur mönnum komið saman um, að það hljóti
að hafa verið á austurströnd Norður-Ameriku, ekki
norðar en vínviður hefur fundizt vaxa þar óræktaður,
það er sunnan-við Nýju-Brúnsvík, og varla hafi Leifur
komið sunnar að landi, álíta menn, en til Mariulands.
Mestar virðast likurnar til, að hann hafi hitt fyrir sjer
Nýja-England, sem nú heitir svo; er það
norðaustur-hornið á Bandarikjunum og eru nú á því 6 smáríki
með hjer um hil ö1/* milljón ibúa. Langstærsta borgin
er Boston, með 750 þúsundum ibúa. Þar var Leifi reist
minnismerki árið 1887.

Það segir beinlínis i sögunni, að Leifur hitti á íleiri
lönd en eitt. Má gera ráð fyrir, að hann hafi sjeð
Nýja-Skotland og jafnvel Nýfundna-land, er hann hjelt undan
veðrinu. Það hefur að likindum verið norðan- og síðan
austan-stormur, og hefur skipið komizt úr stórsjó þá
fyrst er það var komið suðvestur-fyrir Nýja-Skotland í
hlje. Úr þvi hafa þeir Leifur farið að sjá til
Nýja-Eng-lands framundan á stjórn og leitað þar að landi. Ekki
segir af landslagi og verður þvi ekld unnt að ákveða
staðinn, þar sem þeir gengu á land, af öðru en
sjálf-sánu hveitiökrunum, vinviðnum og mösurtrjánum, er
uxu þar. Allar þessar vaxtartegundir hafa verið algengar
í Nýja-Englandi.

— Er Leifur hjelt áfram ferð sinni og fór heim til
Eystribygðar, hefur hann sennilega farið svo nærri
fram með Nýja-Skotlandi, að hann hefur jafnan haft
landsýn. Síðan hefur Nýfundna-land orðið fyrir og
ætla jeg að hann hafx fremur siglt hafsmegin við það,
þar sem hann vissi að leiðin lá opin, heldur en farið
inn um Cabot-sund, siglt þeim megin og norður um
Fagureyjarsund.

1) Historia Vinlandiæ antiqvæ etc., Havniæ 1705, og
Groen-landia antiqva etc., Havniæ 1706.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0022.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free