- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fyrsta Bindi /
562

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

562

STURLA LÖGMAÐUR Í’ÓRÐARSON.

öldin var gjörspiilt, cr menn ekki möttu neins nýbundnar tryggbir
og vináttumál. Eptir bofeiö riöu menn í burt og leysti Gissur
alla hina stærri menn út meö gjöfum. Rafn reib út til Hóla,
en Sturla vestur.

25. Brenna á Flugurnýri.

þess er áfeur getib, ab Gissur hafbi rekib Eyjölf þorsteinsson
úr Skagaíirbi, þegar hann kom norbur t,il Flugumýrar um vorií).
Eyjólfur hafbi komife sjer í mikla kærleika vib Henrek byskup,
er nú gjörbist hinn mesti fjandmaður Gissurar, eins og á&ur er
sagt. Iíenrekur byskup fjekk Eyjúlfi því stafeinn á Mö&ruvöllum
í Hörgárdal til ábú&ar. Eyjólfur gjörbi byskupi veizlu gófea um
sumarií), og má nærri geta, ab byskup hefur ekki Iatt hann
upp-reistar móti Gissuri. þeir voru meí) Eyjdlfi Ari Ingimundarson
og Kolbeinn grön, sendimenn þúr&ar, og voru þeir einnig
tillaga-har&ir vib Gissur. Eyjúlfur safnar nú mönnum þegar eptir veizluna á
Flugumýri, og fer a& Gissuri, og voru synir hans þá enn ekki farnir
subur. Eyjdlfur kom um nött á Flugumýri, og rjebu þeir þegar
til inngöngu, og töku allar dyr á bænum. Menn Gissurar hrukku
vel vib, og börbust þeir lengi nætur; sá Eyjúlfur þá, ab þeir
mundu ekki fá þá me& vopnum s<5tta, og báru þá elcl ab og brenndu
bæinn. þar ljetust allir synir Gissurar og Gr<5a kona hans, alls
ljezt þar hálfur þribji tugur manna. Síban ribu þeir Eyjdlfur út
til H<5Ia, og t(5k byskup þeim vel og leysti þá. Gissuri varb
undankomu aubib, og falst hann ísýrukeri. Ingibjörg Sturlud<5ttir
f<5r eptir brennuna subur í Odda til Iíalldóru frændkonu sinnar
Sturludúttur, Bárbarsonar.

Gissur bar vel harma sína, og Ijet lítt á sjer finna þab er ab
höndum hafbi borib. Hann dr<5 skömmu seinna lib saman, og
f<5r norbur ab brennumönnum, en þeim kom nj<5sn, og fjekk Gissur
ekki fang á þeim; urbu þá menn til mebalgöngu, og voru grib
sett um veturinn, og voru allir brennumenn gjörbir úr Eyjai’irbi.
Sama vetur frjetti Gissur, ab sumir brennumenn voru í Eyjafirbi,
f<5r liann ab þeim, og drap Kolbein grön og sex abra. Kallabi
Henrekur byskup þetta gribarof, og skyldu prestar ekki hringja
nje syngja svo ab Gissur og hans menn væru hjá. þegar
sundur-þykki <5x þannig meb byskupi og Gissuri, reib hann subur til
sveita ab álibnum vetri, og flestir þeir er ab þessum vígum höfbu
verib meb honum, og sat sybra þab er eptir var yetrar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:03:43 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/1/0576.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free