- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fyrsta Bindi /
531

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

STDRLA LÖGMAÐUR I’ÓKÐARSON.

JiOÍ)

svo liyggnir, að þeir höfbu ekki ljeö Noregskonnngum fangs á
sjer, og Snorri Sturluson haföi hvorki þrek nje vilja til a& fylgja
fram bobskap Noregskonungs á Islandi.

Hákon konungur hafbi nú fengifc einn af Sturlungum, sem
ab mörgu leyti var hæfur til ab koma fram vilja hans, og var
liinn fúsasti a& ganga í þetta mál til að auka völd sín og
vir&-ingar, hvort sem hann hefur nú ætlab ab lialda einkamál þeirra
kontings cða ekki. þessi ma&ur var Sturla Sighvatsson. Hann
átti miki& ríki i Dölum og á Vesturlandi, og fa&ir hans Sighvatur
var þá cinhver hinn ríkasti og vinsælasti höfðingi fyrir noröan
land, og fyl’gdi Sturlu til livers sem vera skyldi, og vi& livern
sem um var aÖ eiga. Sjálfur var Sturla hinn vænsti ma&ur og
gjörfulegasti ásýndum, framgjarn ma&ur og deirinn, og hjelt sjer
rnjög til vir&inga; ekki var hann vitur ma&ur nje lögkænn. þa& má sjá
af því, scm á&ur cr sagt, a& Hákoni konungi hcfur ekki veitt þa&
öröugt a& telja Sturlu á a& rá&ast í a& koma undir sig öllu Islandi.
Sturla var me& Hákoni konungi um veturinn (1234—1235), þegar
hann kom frá Rómi, og tölu&u þeir konungur og Sturla jafnan.
þa& má líka sjá þa&, a& Sturla ætlaÖi sjer aö lcggja allt land undir
sig, á því, er hann sagÖi viÖ Gissur þorvaldsson, þegar hann gjöröi
hann handtekinn viö Apavatn: aö hann skyldi ekki efast í því, aÖ
liann ætlaði sjer meiri hlut en öðrum mönnum á Islandi.

13. Viðureign Sturlu Sighvatssonar og Snorra.

Sturla Sighvatsson kom út um haustið 1235, og var hann
með föður sínum í Eyjafiröi um veturinn. Orækja Snorrason hafði
þaö sumar (1235) farið suður til Borgarfjarðar, og setzt að
Stafa-holti, hann hafði sent menn á fund Sighvats, og leitað sátta viö
hann fyrir ágang þann, er hann haf&i haft vi& þingmenn Sturlu
á Vestfjör&um, en Sighvatur vildi ekki sættast fyrir hönd Sturlu,
fyr en hann kæmi út. Orækja rei& því vestur til Fjar&a um
hausti&. Hann gisti í Hvammi, og var þar fyrir Sturla
þór&ar-son. Orækja ba& hann að ríða með sjcr vestur, og þaö varð af,
og var Sturla þar mcö honutn öndverðan vetur. Eptir jól sendu
þeir feðgar, Sighvatur og Sturla, menn vestur í sveitir, allt til
Miðfjarðar (því Sighvatur var ])á fyrir Öllum sveitum Kolbeins
unga), þess crindis, að bændur skyldu járna hesta sína, og vera
búnir a& fara af lijeraði, þá er þeir væru upp kvaddir. Snorra
kom njósn af þessum tiltektum þeirra feðga, sendi hann þá menn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:03:43 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/1/0545.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free