- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fyrsta Bindi /
526

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

526

STUIiLA LÖGMAÐUIl ÞÓEÐABSON.

tækju vif) mannaforrábi. þegar ab Snorri sótti þorvald Vatnsfirbing
til sektar 1224 fór Orækja sonur hans með máli&, og var hann
þá fjórtán vetra. Gissur þorvaldsson sólti Lopt byskupsson til
sektar á alþingi 1221 eptir bardagann á Brei&abólstab; og var
Gissur þá ekki eldri en 12 vetra, og J)ó er þa& af> sjá á Njálu,
a& ekki hafi þess konar sóknir veriib svo vandalausar.

Næsta sumar (1228) fór Snorri Sturluson í Dali og þór&ur
bró&ir hans me& honum; í þeirri för voru þeir bræ&ur Olafur og
Sturla me& fö&ur sínum. Gu&mundur byskup var í Ilvammi me&
þór&i veturinn eptir Hvammsför (1227—28), og fór eptir þa&
nor&ur. Hann fór og um Vestfjör&u (1231), og fjekk þór&ur J)á
Sturlu son sinn, þegar byskup kom f sveit lians, til þess a& fara
me& byskupi og skipa fólki hans á gistingar, því þá var, eins
og jafnan, mikill mannfjöldi me&honum; og sýnir þetfa me& ö&ru
hve bráfeþroska Sturla hefur verife, því ekki var li& þaÖ er fylgdi
Gu&mundi byskupi vant afe vera spakt, og hefur það veriÖ
all-mikill vandi fyrir Sturlu, 17 vetra að aldri.

Sturla Sighvatsson bjóst til utanferðar, eins og fyr er getið,
um sumarið 1233. Sighvatur faðir hans kom að norðan um þing
til Sauðafells, og var þar um ])ingið. Snorri reið til alþingis
eptir vanda, því bann liafði lögsögu, þá var Stinia þór&arson
með honum. þegar Snorri kom heim af þingi, sendi hann Sturlu
eptir Sighvali, og bauð honum sufeur ]>angafe, fór Sighvatur þá
suður með Sturhi og var fögur veizla hjá Snorra; gjöröu þeir
bræður þá um víg Vatnsíirðinga, og uröu vel ásáttir. Snorri gaf
Sighvati spjót gullrekiö a& skilna&i, og kvaö ófalliÖ, aÖ þeir skildu
gjalalaust, svo sjaldan sem þeir fyndust.

II. Viðurcign JxírSar Sturlusonar og sona lians við Orækju.

Orækja Snorrason var nú kominn í Vatnsfjörð, og söfnu&ust
skjótt til bans margir röskir menn og ódælir; hann sendi menn
sína um hausti& (1233) um alla fjör&ti a& afla til bús; var fyrir
þeim Maga-Björn nor&lenzkur ma&ur, ]>eir fóru allt su&ur á
Brei&a-fjörö, og ræntu víða í eyjum og annarstaöar f sveit þórðar
Stuiiu-sonar.

þenna vetur hinn næsta eptir var deila fyrir norðan land
milli þeirra Sighvats og Kolbeins uuga. Orækja fór þá til
Skaga-fjaröar til liðs vi& Kolbein, mág sinn, og fór vestur heimlei&is
eptir fundinn í Flatatungu; hann reiö meö allan flokk sinn í

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:03:43 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/1/0540.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free