- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
394

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

394

UM ÍSLENDINGASÖGUR

Valla-Ljótr koma þó sættum á og óníta tilraun, sem
Hrólfr gipr gerir til að rjúfa þær. Alt er þetta ein
saman-hangandi saga, og má heita, að þráðurinn slitni hvergi.
Samt eru íms smávægileg smiðaliti á frásögninni, sem
Finnur Jónsson hefur bent á í hinni stóru bókmentasögu
sinni.1) Á stöku stað koma menn til sögunnar eins og
skoliinn úr sauðarleggnum, sem ekki eru áður kintir á
vanalegan liátt. Þorgrímssinirnir, frændur Ljóts, eru
nefndir að eins „kinstórir menn" first þar sem þeir koma
firir, og ekki getið um frændsemi þeirra við Ljót, siðar
eru þeir nefndir sistursinir lians, og lolcs sjest á sögunni,
að þeir eru sinir Þorgerðar, sistur Ljóts, og fleira kemur
firir smávegis þessu ]ikt. Sennilegt er, að sumir af þessum
annmörkum sjeu ekki höfundi sögunnar að kenna,
held-ur úrfellingum og villum i handritunum, sem eru bæði
iing og ófullkomin. T. d. tel jeg sjálfsagt, að frændsemi
Þorgrimssona við Ljót hafi verið greinilega rakin á
liin-um firsta stað, þar sem þeir koma first til sögunnar, og
að þessu liafi verið slepl i handritunum. Þar sem
Guð-mundr riki reinir að telja Halla af þvi, að flitja til
Svarfaðardals, segir hann: „Ætli ek svá um Þóri frænda
þinn, þótt þú færist nær honum, þykki mér þér ofrefli
við þá at eiga". Þessi Þórir kemur hjer alveg á óvart
les-andanum, því að liann er livergi nefndur á undan. Enn
rjett á eftir sjest, að þetta er Þórir nokkur
Vémundar-son (eða Vermundarson), sem Halli fær til að kaupa firir
sig jörð i Svarfaðardal og síðan er Halla vinveittur. Jeg
er i engum efa um, að hjer hefur i málinu á undan, þar
sem Halli skírir Guðmundi frá, að hann ætli til
Svarfað-ardals, staðið klausa, lögð i munn Halla, sem hefur skirt
nánar frá þessum Þóri og frændsemi þeirra Halla, og i
henni hefur Halli tekið fram, að hann mundi njóta
að-stoðar þessa Þóris við búferlin og þegar hann væri
kom-inn i dalinn. Enn þessari klausu hefur verið slept úr i
þvi (skinn-?) liandriti, sem öll handrit sögunnar eru frá
komin. Ef það er rjett, að flest af þessum smálitum

1) Litt. hist. II, 497. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0668.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free