- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
199

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

HEIÐARVÍGA SAGA

199

hafi og eftir sama manninn. Næst skulum vjer athuga
afstöðu liennar við aðrar sögur, og first við Landnámu.

Það er mikið mein, að persónulistar þeir, sem
ef-laust liafa filgt upphafi sögunnar og líklega
sainskeit-unum milli Styrskaflans og Heiðarvigakaflans, eru
glat-aðir, þvi að ef þeir væri til, þá mundi rannsóknin um
afstöðu Landnámu og Heiðarviga sögu vera auðveldari
og aðgengilegri. Nú verðum vjer að tjalda þvi, sem til
er, og þeir staðir, þó að fáir sjeu, þar sem Heiðarviga
saga, eins og hún er nú, snertir Landnámu, virðast nægja
til að sanna, að þessi rit eru hvort öðru óliáð. Að vísu
vitnar Melabók ingri á einum stað til sögu Yiga-Barða, enn
sú tilvitnun stendur ekki i hinum
Landnámu-liandritun-um, og allar likur mæla með, að sr. Þórður Jónsson í
Hitardal, skrifari Melabókar ingri, liafi bætt þessu við frá
sjálfum sjer.1) Þetta er þvi ekki að marka. Næst
skul-um vjer líta á meðferð Landnámu og Heiðarvíga sögu á
þvi efni, sem þeim er báðum sameiginlegt.

Landnáma getur Viga-Barða og bræðra lians, enn
nefnir ekki bræðurna (Hallr, Steinn, Steingrimr i Heið.).
Um það kemur sögunum saman, að Barði liafi verið
Guðmundarson, enn Landnáma rekur ætt lians
lang-feðgum upp til Skiða hins gamla Bárðarsonar i ÁI
(Skíðungaætt). í Heiðarviga sögu, eins og hún nú er, er
ættin ekki rakin lengra upp enn til föður Barða, enn
það er gefið i skin, að ættin hafi verið göfug (1021), og
er liklegt, að hún liafi verið rakin i þeim kafla
sögunn-ar, sem tíndur er. Eilifr örn landnámsmaður, langafi
Barða, var afi Þorvalds viðförla Koðránssonar frá Giljá.

1) Landn. 1843, bls. 70 nmgr. 17. Þar getur um Þorbjörn Brúnason,
„er fell í Heiðarvigi" í öllum hdr., enn Mb. bætir við: „sem ritat er
í sögu Viga-Barða", og á spássíu firir utan orðið IleiSarvigi skrifar sr.
Þórður: „Heiðarvijgin" i flt. Og siðar (bls. 186, nmgr. 10), þar sem
Þórarinn spaki, 5. maður frá Holta, er nam Langadal í
Húnavatns-l)ingi, er nefndur, bætir sr. Þórður við in marg. „Þórarinn spaki
ráð-gjafi Viga-Barða". Þórður er vanur að bæta við slíkum
spássiugrein-um frá sjálfum sjer, og eru þessar auðsjáanlega frá honum. Þær sina,
að hann hefur þekt Heiðarvíga sögu, og er því líklegt, að hann hafi
líka bætt tilvitnuninni við frá eigin brjósti.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0473.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free