- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
31

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

VÍNLA.NDSFERÐIRNA.R 31



margir lærðir menu tilnefnt aðra staði. Skal jeg að eins
geta þess, að E. N. Horsford prófessor og siðan
Cor-nelia dóttir hans hjeldu þvi fram, að Hóp hafi verið
Back-bay hjá Boston, við Ivarlsá (Charles river).
Þótt-ust þau finna þar, við Cambridge, rústir o. fl„ og fjekk
Cornelia Horsford þá dr. Valtý Guðmundsson og
Þor-stein Eriingsson til að rannsaka þetta sumarið 1896.
Tóldu þeir rúst þá, er þeir rannsökuðu, vera mjög lika
islenzkum rústum, en fundu í henni Jeirkerabrot frá
síðari öldum. Skutu þeir þvi þá undir álit fræðimanna
vestra, hvort rúst þessi myndi ekki vera eptir
land-nema frá síðari timum.»1)

William H. Babcock lögfræðingur hefur ritað merka
bók um Vinlandsferðirnar.2) Hann bendir á það, að
síðan á dögum Þorfinns karlsefnis hafi landið lækkað
mikið á þessum slóðum, og að vikin, þar sem þau
Horsford-feðgin álitu verið hafa Hóp, hafi þá ekki verið
til.8) Sjálfur hallast hann helzt að því, að Hóp hafi verið
þar sem nú heitir Mount Hope bay, innan-við
Rhode-ey, í fylkinu, sem við hana er kent. Er vik þessi
nokk-urs konar hóp; fellur Taunton-á i hana af landi ofan,
en ósar 2 eru til sjávar; kallast annar Sakonnet-á; er
hann austan-við eyna og ætlar Babcock að sá ós hafi
jafnvel myndast á umliðnum öldum við Iandsigið. Hinn
ósinn er dýpri og nefnist Bristol-þrengslin (Brislol
Nar-rows). Þau eru norðvestan-við eyna, út í Eystra-sund
(Eastern Channel) og Narragansett-fjörð. Eyrar höfðu
verið hjer í boga um þvert aðal-sundið, þar sem nú
eru grynningar. Babcock bendir einnig á, að aðrir
stað-hættir hjer komi heim við söguna, hamrar og nes.
C. C. Rafn hjelt fram sömu skoðun löngu áður í hinu
mikla riti sinu, Antiquitates Americanæ, Höfn, 1837.
— Það er skrýtið, að nafnið á þessum stað er eins,

1) Cornelia Horsford, Vinland and its ruins. Appleton’s
Popular Science Monthly (for Dec.), 1899.

2) Eariy Norse visits to North America. By WiIIiam H.
Bab-cock. Washington, 1913.

3) Early Norse visits to North America, bls. 136.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0049.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free