- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
30

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

30

VÍNLA.NDSFERÐIRNA.R 30

að þau eru svo sunnarlega og jafnframt vestarlega, svo
geysilangt út og suður frá suðvesturenda Nýja-Skotlands.
Ekki gat á nokkurn hátt komið til mála, að jafna
saman vegalengdinni frá nokkrum firði á
austurströnd-um Nýju-Brúnsvikur inn i Lárentiusarfjörð og
vega-lengdinni alla leið suður-fyrir Löngu-ey. Og þvi siður
eru hjer nokkur þau fjöll milli Lárentiusarfjarðar og
Löngu-eyjar, sem sjást frá þeim hvorum tveggja. Enn
fremur þykir mjer innsiglingin í Efri-vík ekki verulega
lik þeirri, sem sögð er hafa verið i Hópi: »eyrar váru
þar miklar ok mátti eigi komast i ána utan at
háflæð-umcc. Að sönnu telja þeir, sem lýsa innsiglingunni hjer
á 16. og 17. öld, Efri-vik vera vatn, en fremur mun
það óeðlilegt. En það út af fyrir sig kemur raunar ekki
illa heim við það i lýsingunni í sögunni, að áin er
sögð falla »i vatn eitt til sjóvar«, og að þeir Karlsefni
kölluðu staðinn í Hópi; því að þeir virðast hafa átt
við þetta sama vatn, sem áin fjell í til sjóvar, með
þessu nafni, og Efri-vik virðist engu siður geta kallast
hóp en vatn. En þótt menn skilji orð sögunnar: »Þeir
Karlsefni sigldu i ósinn og kölluðu í Hópi«, þannig, að
þeir hafi ekki nefnt vatnið Hóp, heldur ósinn fyrir
innan eyrarnar, þá kemur það ekki heldur illa heim
við landslagið hjá mynni Hudsons-fljóts; Neðri-vík
(Lower bay) er að nokkru leyti innilukt af tanganum
Sandakrók (Sandy hook) að sunnan, en að austanverðu
af grynningum fram-af honum; eru nú 4 djúpir
skipa-skurðir gegnum þær. Þareð grynningar þessar koma
ekki upp-úr sjó um fjöru, geta þær að sönnu ekki
kallast eyrar, en þær kunna að hafa lækkað síðan árið
1004 og verið upp-úr um fjöru þá. Síðustu öldina hefur
borið á þvi, að landið lækkar í Nýju Jórvik, og hinu
sama hefur verið veitt eptirtekt viðar á austurströnd
Norður-Ameriku.1)

Áður en Gathorne-Hardy kom fram með þessa
kenning um að Hóp hafi verið i Nýju-Jórvík, höfðu

1) Rabcock, Early Norse visits to North America, bls. 137.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0048.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free