- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
704

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

RlTGERí) JÓNS GUÐMUNDSSONAR LÆRÐA. 704

son Magnús son séra þorkels Guðbjartssonar, sem var prestur í
Laufási og kenndur Galdra-forkell, lærður utanlands í Svörtu
skólum1). |>ann tíma var fríkennd, eins með galdraíþrótt sem
sverð, utan að drepa með galdri eða gera skaða; það var
for-boðið og kallaðist fordæða meiri og minni, sem lögbók vottar,
en að reyna sig var frí; sá hafði prisinn, sem mest haföi lært.
Sonur Magnúsar porkelssonar var Jón Magnússon. Hans synir
fjórir voru allir á mínum dögum, þar af einn Jón lögmaður
gamli, annar Páll Jónsson faðir Péturs Pálssonar, þriðji Magnús
Jónsson faðir Ara og allra Magnússona, fjórði og yngsti Sigurður
á Reynistað, sem var faðir Jóns, sem nokkur ár var iögmaður,
nú nýdauður8); hann átti Svalbarð. þetta kallast Svalbarðsætt.
Dóttir Jóns Magnússonar, systir þeirra fjögra bræðra, var
Stein-unn, sem séra Björn sonur biskups Jóns átti við alla sína syni:
Jón Björnsson föður Helgu i Skálholti, Magnús Björnsson föður
séra Jóns á Ljósavatni, var faðir Sigurðar, sem nú er á
Torfa-stöðurn3) — og Björns Magnússouar, nú er í Bólstaðarhlíð forðum

nefnd þórdís Sigurðardóttir, og hafa margir ætlað liana dóttur
Sig-urðar lögmanns Guðmundssonar, sem er ramskakkt.

1 Séra þorkell andaðist 1483. Hann var vet framaður maður og
hafði lært í skólum á þýzkalandi og Frakklandi, en þar hugðu menn
• Svartaskóla* vera. þeir feðgar séra þorkell og séra Guðbjartur flóki
faðir hans voru haldnir hinir römmustu galdramenn og eru sagnir
um þá báða (ísl þjóðsögur I 508-509 og Huld IV bls. 22-35)
en virðist vera að nokkru leyti blandað saman. Jón Magnússon
á Svalbarði sonarson séra þorkels var og haldinn kunnáttumaður,
og Páll sonur hans fekk eina galdrabók langafa síns, enda vissi hann
jafnlangt nefi sinu, eptir því sem Jón lærði skýrir síðar frá liér í
ritgerðinni. og eignar hann einmitt kunnáttu séra þorkets, hversu
vegur ættar hans varð mikill. Hann hafi búið um hnútana,
karl-inn, og niðjar hans hafi stært sig af því, líklega helzt
Staðarhóls-Páll, sem Jón þekkti bezt. Er auðheyrt af orðum Jóns, að Páll
hefur verið drjúgur af kunnáttu sinni, og sögur hans munu því
snemma hafa fallið í góðan akur hjá Jóni, enda líkaði Páli
af-bragðsvel við bann, og þótti hann efnilegur til náms. En Jón hefur
liins vegar borið mikla virðingu fyrir vizku þessa frænda síns, og
lofar hann allmjög í ritgerð þessari.

a Jón lögmaður Sigurðsson á Reynistað dó 1635, og er því
rit-gerðin samin eigi allöngu eptir dauða hans (sbr. formálann).

3 Sigurður son séra Jóns á Ljósavatni bjó á Hóli í Kinn og átti Helgu

Pétursdóttur frá Staðarhóli Pálssonar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0714.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free