- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
689

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

OM ÍSLENZK MANNANÖFN.

689

sið, voru heiti sumra postuianna og nokkurra annarra helgra
manna, einkum píslarvotta frá fyrstu öldum kristninnar1;, voru
nöfn þessi bæði hebresk, grísk og latnesk að uppruna, en sum
nokkuð breytt orðin, er þau komu hingað á Norðrlönd, því að
þau höfðu áðr gengið á ýmsum tungum. Með því að kristnin
kom til Norðmanna og íslendinga frá Englandi, tóku þeir við
hinum nýju nöfnum með því sniði, er þau höfðu fengið á
Eng-landi, en hins vegar breiddust ýms dýrðlinganöfn út um
Dan-mörku í þýzkri mynd, af því að Danir fengu hinn nýja sið frá
f>jóðverjum.

Jóhannes hefir verið í langmestu uppáhaldi af öllum helgra
manna nöfnum, og kann það meðfram að stafa frá Jóhannesi
postula, en mun þó mestmegnis eiga rót sína að rekja til
Jó-hannesar skírara, sem kom að sumu leyti í stað þórs i
alþýðu-trúnni (Tím. Bmf. XV. 135). það var trú margra á
miðöldun-um, að nafn Jóns (o: Jóhannesar) væri vörn gegn eldingum, og
hefir það því orðið mjög algengt með ýmsum þjóðum í ýmsum
myndum (e. John, hoLl. Jan, fr. Jean, sp. Juan, port. Joáo, it.
Giovanni, rúss. Iwan). Forfeðr vorir tóku nafn þetta upp eptir
Englendingum i myndinni Jóan, er síðar varð að »Jón«, og
sama er að segja um Norðmenn og jafnvel Svía (Jóan konungr
Sörkvisson 1216—1222). Mun Jóan Árnason í Bjarkey (f. nál.
1030?) vera einhver fyrsti maðr í Noregi með því nafni, en hér
á landi Jón biskup Ögmundarson hinn helgi (f. 1052). Síðan
hefir Jónum fjölgað svo mjög meðal vor, að nú fyrir 40 árum
hafði 6. hver karlmaðr á íslandi það nafn, virðist þá komið nóg
af svo góðu, (þótt eigi bæti um aðrir eins nýgjörvingar og
Frið-jón, Guðjón, Sigrjón o. s. frv.) og nær að taka upp smátt og
smátt einhver af hinum fomu íslenzku nöfnum. 1 Danmörku
sleptu menn ekki grísku endingunni, heldr styttu alt nafnið
(Johannes) og gjörðu úr því Jonis, Jönis, Jenis, Jens, og komst
svipuð mynd líka inn i sænsku (Jonis, Jönis, Jöns). Síðan komu
nafnmyndirnar Hannes og Hans, sem hvortveggja er stytt úr
Jo-bannes, frá pýzkalandi til Norðrlanda, og hefir Hans orðið mjög

1 Nokkuð snemma hafa menn líka tekið að mynda ný nöfn af nafni
Krists, eða setja það framan við aðra nafn-stofna. Bróðir Haralds
gilla íGillikrists) er nefndr Kristroðr (f 1134. Hkr. 704—705) og í
Sturl. (’II. 205) er nefndr Kristrauðr (árið 1238) og Kristrún
far-kona (’II. 108, árið 1229).

43*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0699.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free