- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
688

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

688

UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

nefnum. Má vel vera, að írsku nöfnin1) hafi verið skoðuð senr
kristileg, en hin norrænu heiðingleg, þvf að vér vitum, að líkt
átti sér seinna stað sumstaðar á Norðrlöndum, þar sem finna
má vmsa göfga menn, er höfðu útlend skírnarnöfn jafnframt
sínum þjóðlegu nöfnum, um það leyti er kristni var þar að ryðja
sér til rúms. þannig var Önundr Svíakonungr Ölafsson skírðr
Jakob (Hkr. 303, Ól. s. h. 89. k.), og Ingigerðr systir hans, er
gipt var Jarizleifi konungi í Garðaríki, er bæði kölluð Anna og
Irene (Stp.: Norm. II. 97); Knútr ríki Danakonungr var skírðr
Lambertus (Munch), og Gunnhildr ddttir Sveins Úlfssonar var
líka kölluð Helena (Stp.: s. st.). Geta má nærri, að þegar gefa
skyldi- eiuhverjum nýtt nafn úr ritningum eða helgisögum, hafi
einatt verið valið nafn, er svipað var hinu þjóðlega nafni, er
maðrinn hafði áðr borið, (og hefir verið bent á dæmi þess hér
að framan), en af þessu gat það hæglega leitt, að hið útlenda
nafn rýmdi hinu innlenda úr sæti sem ættnafni og kæmi í þess
stað, t. d. Davíð í staðinn fyrir Dagviðr (Nj. 154.) eða Dagfiðr,
Gregorius fyrir Grjótgarðr, Salomon fyrir Sölmundr (Salmundr),
Símon fyrir Sigmundr o. s. frv. pegar Eysteinn erkibiskup í
Niðarósi (t 1188) var tekinn í helgra manna tölu, var hann
nefndr á latn. Augustinus, og enn liafa fieiri íslenzk nöfn
runnið-saman við útlend (sbr. Arnórr og Aron, Farþegn(n) og
Valen-tinus, Tumi (fþ. Tumo ON.) og Tómas, fórðr og Theodor).

Eptir það að kaþólsk trú var búin að festa rætur á
Norðr-löndum, fóru ýmsir menn að láta börn sín heita eptir
dýrðling-um eingöngu, og sleppa hinum innlendu nöfnum, og fór þetta
smámsaman svo í vöxt, að um miðja 13. öld voru eigi allfá
út-lend nöfn orðin býsna almenn víðsvegar um Norðrlönd. (Hér á
landi er t. d. Jóns-nafnið þá þegar orðið eitthvert algengasta.
nafn) f>au nöfn, sem komust fyrst í tízku með hinum nýja.

1 Miklu færra af írskum nöfnum mun hafa borizt lil Noregs en
ís-lands, þó er nefndr Njáll biskup í Stafangri seint á 12. öld (Fms.
VIII. 296), og finst nafn þetta (Njell) enn þá í Rýgjafylki (Munch)..
Munan, sem finst í Noregi é 12. og 13. öld (Hkr. 726, 769, Fms.
VII. 210, 271, VIII, 137, IX. 481) er mjög sviplíkt írskum nöfnum,.
en þó líklega eigi af þeim toga spunnið, heldr s. s. fs. Monaam,
sem Lundgren (Upps. 18. n. 2) ber saman við Onaam (»unim» á
rúnast. Rv. 85. bls.) og leiðir af »heimr« (Mun-heimr, Un-heimr,,
sbr. fþ. Gerheim).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0698.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free