- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
612

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

612

UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

licko og Ilailika (0. N.). Helga-nafnið sýnist hafa verið
tíðkan-legt í hinni fornu konungsætt í Garðaríki, er var kynjuð frá
Norðrlöndum (Svíaveldi). Eptirmaðr Hræreks (Ruriks), höfundar
Rússaveldis, er nefndr Oleg í fornum árbókum rússneskum, og
mun það vera sama nafn og Helgi. Drotning Ingvars (Igors),
eptirmanns hans, er nefnd Olga, og má telja vafalaust, að það
sé sama nafn og Helga, því að hún er kölluð Elga í grískum
ritum. En þótt undarlegt sé, sýnast Norðmenn eigi hafa skilið
uppruna eða þýðingu nafnsins, þegar þeir heyrðu það aptr í
Garðaríki, heldr gjört úr því »Allogias því að svo er nefnd kona
Valdamars konungs í sögu Ólafs Tryggvasonar (Hkr. 129. bls.),
en með því að vér vitum eigi til, að nokkur kona hans hafi
heitið því nafni eða neinu svipuðu, þá má ætla, að nafn ömmu
hans sé í misgripum tekið handa henni. Olga hafði mikið orð
á sér fyrir vitrleik sinn, og »Allogiu« er líka ’eignað, að hún
hafi séð fyrir, hver ágætismaðr Ólafr Tryggvason mundi verða.

58. Hildr er valkyrjuheiti, en getr líka þýtt orustu, eins
og Gunnr. Nöfn, sem eru sett saman af báðum þessum heitum,
svo sem Gunnhildr og Hildigunnr, þýða þá orustu i tveföldum
skilningi, og lýsa mjög greinilega löngun forfeðra vorra til
bar-daga og styrjaldar. En með því að menn eiga ávalt i einhverri
baráttu, geta þau átt við enn í dag bæði í andlegum og
verald-legum skilningi. Hildr er tíðkanlegt kvenmannsnafn út af fyrir
sig, og finst líka i miklum fjölda samsettra nafna, ýmist sem
forliðr eða viðliðr, og eru það auðvitað alt kvennanöfn, sem
end-ast á þessu orði. Af þeim sem hafa stofn þenna fyrir forlið,
eru nú fá tíðkanleg, nema Hildibrandr og Hildigunn, (sem eru
þó sjaldhöfð), en af hinum eru mörg enn í gildi, þótt ekkert
þeirra megi algengt heita, nema Ingvildr (upphaflega Yngvhildr, en
nú optast skrifað og borið fram Ingveldr) ogRagnhildr (er virðist hafa
verið sjaldhaft hér á landi í fornöld, þótt það væri algengt í ætt
Har-alds hárfagra, en mun hafa breiðzt hér út með hinni kynsælu ætt
Lopts ríka frá Ragnhildi Karlsdóttur, móður Eiða-Páls, sjá Dipl.
Isl. III. 496). Fleiri af þessum nöfnum ætti að tíðkast fremr
en nú er, sögum fegrðar og fornrar frægðar, svo sem Álfhiidr,
Borghildr, Brynhildr, Gunnhildr, Magnhildr, ^órhildr. Hjá
íiest-um eða öllum germönskum þjóðum hafa nöfn af þessum stofni
verið tíðkuð, t. d. Hildebrand, Childebert, Childerik (Hilderik),
Brunehild, Chlothild (Chrotechildis), Hildegard (Hildigerðr) o. s.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0622.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free