- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
611

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

598 tJM ÍSLENZK MANNANÖFN.

611

Alfons (Adalfuns, Adelfonsus) einkum í portúgölsku, þar sem
bæði nöfnin eru orðið að Afonso, Affonso.

56. Heið-. fessi orðstofn er opt hafðr í samsettum nöfnum,
einkum er hann mjög algengr sem viðliðr í kvenmannanöfnum, þó
finst Heiðr líka sem nafn út af fyrir sig, en er þá jafnau
völvu-eða seiðkonu-nafn. Heiðr völva spáði Ingimundi gamla og
fóst-bræðrum hans að byggja á íslandi (Ln. III. 2). Heiðr og
Ham-glöm gjörðu galdraveðr að Friðþjófi frækna (Fas. II.), og Heiðr
er völva nefnd i hinu alkunna fornkvæði »Völuspá«, en öðru
nafni Gullveig, og er merking þessara nafna mjög lík, því að
»máli ok gjöf, er höfðingjar gefa, heitir heiðfé« (Sn. E. I. 458),
»heiðþegi« er hirðmaðr, og sami stofn er víst í lýsingarorðinu
heiðr = bjartr. Nöfn þessi eiga þannig skylt við gull og skraut,
og er það samkvæmt sið fornmanna, að kenna konur við slíka
hluti. Mörg þeirra eru altíð meðal allra germanskra þjóða,
jafn-vel þótt sum tíðkist fremr hjá þjóðverjum, eu önnur fremr á
Norðrlöndum. J>annig er nafnið Aðalheiðr komið frá
fýzka-landi, þótt það geti eins vel verið íslenzkt, en upprunaleg í máli
voru eru t. d. þessi, sem öll eru nú tíðkanleg hér á landi:
Arn-heiðr, Alfheiðr, Jóreiðr, Kagnheiðr, Úlfheiðr. Ekkert þeirra er samt
algengt nema Eagnheiðr. Af nöfnum sem byrja á Heið- er
»Heiðrekr« alkunnast í fornsögum, og er það nú lagt niðr, en
mætti vel takast upp aptr.

57. Helgi, Helga. J>essi nöfn, sem eru mjög algeng bæði
að fornu og nýju, eru dregin af lýsingarorðinu »heilagr«; veika
myndin af því er (hinn) helgi. í Sn. E. I. 400 stendr, að
kon-ungr sá, er Hálogaland er við kent, hafi heitið Hölgi, og verið
faðir forgerðar Hölgabrúðar (sbr. »Helgo Halogiæ rex« hjá Saxo
III. 116). Af þessu virðist mega ráða, að Hálogi, Hölgi og
jafn-vel Helgi sé alt sama nafn, og á hið sama bendir það, að Adam
frá Brimum, höfundr hinnar fyrstu kirkjusögu Norðrlanda (t c.
1076?) kallar landið Halagland, og segir að íbúar þess telji það
heilagt (»terram sanctam et beatam«). Elfráðr ríki
Englakon-ungr (871—901), er hafði fregnir um Noreg frá Óttari,
háleysk-um manni, kallar og landið Hálgaland, sem þýðir: landið helga.
Eptir þessu væri þá Hálogi uppruna-myndin. í>ó kemr
málfræðing-um ekki saman um þetta. (Noreen (Upps. 216) ætlar að Hálogaland
þýði Norðrljósaland, og Storm (Ark. II. 128) véfengir það, að
Hölgi (= Hálogi) sé sama nafn og Helgi). í þýzku finst Ha-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0621.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free