- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
531

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

JETTIR í STURLUNGU.

531

í St.2, og sér þess engan vott, að Hallr prestr hafi átt son, er
Hrafn hafi heitið). Hallr prestr var vígðr til ábóta til J>verár
1184, f 1190 (Ann.. — ekki ’vígðr 1190, f 1201’, svo sem segir
í ábótatali við St.2 ii. 504.). Kona hans var Valgerðr þorsteins
dóttir Asbjarnar sonar Arnórs sonar Arngeirs sonar Öndótts
sonar úr Viðvík (St.2 i. 194. sbr. ísl. s.2 i. 194. — ’kráka’ í St.2,
sem bætt er við sem viðrnefni Öndótts, mun vera vangá-villa).
Dóttir Halls prests var Sigríðr, kona Eyjólfs Guðmundar sonar
gása þorsteins sonar. Sigríðr Hallsdóttir var móðir Guðlaugar í
Hítardal og á Kolbeinsstöðum, er átti forlákr Ketils son, og
önnur dóttir Sigríðar (eða þá systurdóttir) hefir verið Járngerðr,
er átti Ásgrímr Gilsson úr Vatnsdal (St.2 i 129.). Synir Halls
prests og ábóta voru Eyjólfr prestr á Grenjaðarstöðum, Isleifr og
Ásbjörn. ísleifr Hallsson átti bú í Geldingaholti, er
Helga-staða-mál hófust (1187) og þar bjó hann enn ll"/i2oo, því að
þann vetr var porgrímr alikarl þar með honum (St.2 i. 171.), en
1220, er Helgastaða bardagi varð, bjó hann að f>verá í
Laxár-dal, f 1227 (— að það sé allt sami maðr er varla að efa).
Asbjörn Hallsson bjó á Helgastöðum, eptir er málunum lauk
(St.2 i. 132.). Eyjölfr prestr Hallsson hefir búið á
Grenjaðar-stöðum, frá því er faðir hans varð ábóti 1184 (eða fyrr) og fram
yfir 1201, því að þar bjó hann það haust, er Guðmundr Arason
var til bisicups kosinn, því að Guðmundr prestr kom þá til hans
og lézt vilja, að hann gengi undir að verða biskup. Eyjólfr
prestr átti Guðrúnu Ölafs dóttur úr Saurbæ í Eyjafirði f>orsteins
sonar rangláts. Eyjólfr prestr mun sfðan hafa flutzt inn í
Eyja-fjörð í Saurbæ. Ár 1206 var hann vígðr til ábóta, og segja
þá annálar: »Vigðr Eyjólfr ábóti i Saurbæ« (eigi ’til
Saur-bæjar’), er sýnist benda til, að hann hafi átt þar heima. Eyjólfr
mun verið hafa laus ábóti, og ætlum vér, að aldrei hafi verið
sett klaustr i Saurbæ, en vel mætti fyrir því vera, að hann hefði
verið vígðr ábóti til staðar í Saurbæ, þar sem hann þá mun hafa
búið. í ábótatali í Stokkhólmsbók (nr. 5 fol.) er hann talinn
ábóti í Flatey (Dipl. Isl. i. 281. ath. 1.), en það verðr að vera
mishermi, því að í Flatey var eigi klaustr nema 1172—84. Á
undan Eyjólfi er talinn ábóti í Saurbæ, og inn fyrsti ábóti þar,
’í>orkell Skúmsson’ (f 1203: Ann.), en þótt hann kynni að hafa
verið vígðr að nafninu til staðar þangað, mun hann aldrei hafa
haft nein staðarráð þar. Vér vitum, að Ólafr f>orsteinsson
rang-láts bjó þar árin ll78/ao, því að þá var Guðmundr Arason þar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0541.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free