- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
394

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

394 DM STtJRLUNGU.

Handrit Sturlunguformálans virðast mæla með því, að Sturla
hafi sjálfur kallað rit sitt Islendinga sögur enn ekki íslendinga
sögM. Á fyrri staðnum, þar sem það er nefnt, stendur að vísu
»íslendinga sögw« (í eintölu) í síðari útgáfunni og þá líklega
einnig í 122B, enn í 122A stendur hjer »íslendinga sögum* (í
fleirtöluj. Og á síðari staðnum hafa bajði handritin
»íslend-inga sðgur* (í fleirtölu). Til liins sama bendir og það, að síðar
í formálanum segir, að Sturla haíi haft sumt eftir brjefum þeim,
er þeir rituðu, »er þeim vóru samtíða, er sögurnar eru frá«.
J>etta er og ekkert óeðlilegt. Að vísu er íslendinga saga Sturlu
ein heild frá upphafi til enda með óslitnum þræði. Enn hún
segir frá mörgum mönnum, og þó að sögur þeirra grípi hver
inn í aðra eins og hjól í sigurverki, þá er þó ekkert því til
fyrir-stöðu, að vinsa megi úr sögu hvers einstaks manns og skoða
söguheildina sem samsetta af mörgum slíkum einstakra mauna
sögum. J>ar að auki er orðið »saga« svo óákveðið eftir
merk-ingu sinni, að hver einstök afmörkuð grein eða kapítuli í einni
söguheild getur í rauninni vel heitið saga út af fyrir sig. J>að
er því í sjálfu sjer ekkert á móti því, að Sturlunguformálinn
hafi rjett að mæla, er hann kallar rit Sturlu íslendinga sögur.
Enn samt sem áður hef jeg þó í þessari ritgjörð nefnt ritið
ís-lendinga sögu að dæmi Guðbrands Vigfússonar, bæði af því, að
það er nefnt svo í tilvitnununum í »miðsögu« Guðmundar
bisk-ups, og af því að mjer íinst, að eintalan eigi betur við enn
fleir-talan. íslendinga saga er í raun rjettri ein heild frá upphafi til
enda, og því lýsir eintalan betur enn fleirtalan.

Vjer skulum nú þessu næst líta á söguna sjálfa og sjá, hvert
vitni hún ber í þessu máli. Vjer munum þá komast að raun
um, að sagan sjálf er þess ljósasti votturinn, að sá þáttur
Sturlungu, sem vjer hjer köllum íslendinga sögu, er rit Sturlu,
það sama rit, sem Sturluuguformálinn segir, að Sturla hafi
»sagt fyrir«.

Vjer skulum þá fyrst taka eftir þeim viðburðum í
íslend-inga sögu, sem Sturla er sjálfur við riðinn eða við staddur, og
munum vjer sjá, að frá mörguin þeirra er sagt á þann hátt, að
frásögnin getur ekki verið frá neinum öðrum enn Sturlu.

Sturla kemur fyrst fram í Islendinga sögu við jólaveizlu þá,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0404.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free