- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
393

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

393

Guðmundar og því síður Guðmundar sögu dýra, sem virðist vera
samin eftir andlát Sturlu. Enn það eru einmitt þessar sögur,
sem nú greina niðurlag Sturlu sögu frá upphafi íslendinga sögu
í Sturlunguhandritunum, því að þeim er hleypt þar inn á milli
af safnanda Sturlungu. f>etta ber þvi að sama brunni og þær
röksemdir, sem áður vóru færðar því til sönnunar, að Islendinga
saga sje framhald Sturlu sögu. Hvað var þá eðlilegra, enn að
Sturla semdi formála við sit’t eigið rit, íslendinga sögu, þegar
hann kom að henni og var búinn að skrifa upp sögu afa síns?
I þessum formála hefur hann fyrst lauslega minzt á þær eldri
sögur, sem til vóru um þann sama tíma, sem Sturlu saga og
rit hans náði yfir, liklega eigi að eins á prestsöguna, sem
til-vitnunin í Sturlunguformálanum beinlínis tekur fram, heldur og
á |>orláks sögu1 og Hrafns sögu og ef til vill fleiri, enn á
Guð-mundar sögu dýra hefur hann ekki minzt af þeirri einföldu
ástæðu, að sú saga er að öllum líkindum yngri enn Sturla. f>á
hefur hann getið í stuttu máli um heimildir sinar, líkt og Snorri
föðurbróðir hans gerði i formála Heimskringlu. Og nú skiljum
vjer fyrst, hvernig á því stendur, að Sturlunguformálinn stendur
á þeim stað, sem hann stendur í Sturlungu næst á eftir Sturlu
sögu. |>egar safnandi Sturlungu var búinn að skrifa upp Sturlu
sögu eptir handriti Sturlu, þá varð fyrir honum formáli Sturlu
fyrir Islendinga sögu. Hjer á þessum stað ætlaði hann sjer að
skjóta inn bæði prestsögunni og Guðmundar sögu dýra og síðar
ætlaði hann að skjóta Hrafns sögu inn í íslendinga sögu. Enn
formáli Sturlu fyrir íslendinga sögu minnir hann á, að vel fari
á því að gera hjer á þessum stað nokkra grein fyrir þeim
sög-um, sem á eftir fara, í dálitlum formála. Og til þess að semja
hann, notar hann svo aðalefnið i formála Sturlu með nokkrum
viðaukum frá sjálfum sjer. Niðurlagi formálans (»Ok treystum

vér hónum.....raun loíi betri«) hefur hann auðvitað bætt

við frá sinu eigin brjósti.

1 Með þessu móti verður fyrst fullkomlega skiljanleg tilvitnunin til
þorláks sögu i þessu sambandi, þvi að það er nokkuð hæpið, að
safnandi Sturlungu hafi bætt henni við vegua hinnar stuttu
greinar, sem hann hefur tekið úr þorláks sögu og skotið inn í
prestsögu Guðmundar góða (sbr. hjer að framan á 230. bls.).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0403.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free