- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
338

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

338

UM STURLUNGtJ.

vorið, þingreið hans og fund þeirra feðga á Beitivöllum fyrir
þing, frá alþingi og því, að Gizurr rjeð þar öllu. Áður hef jeg
bent á mótsögnina, sem þessi kapítuli er í við J>orgils sögu um
það, að hjer segir, að Olafr fórðarson og Hrafn hafi ekki riðið
til þings fyrir ófriði, og Teitr Einarsson tekið lögsögu að ráði
Gizurar, og að Gizurr hafi látið lýsa fjörráðasökum við sig á
hendur Hrafni og Sturlu á þessu þingi, enn forgils saga segir,
að Óláfr hafi slept lögsögu fyrir vanheilsu sakir og sætt Gizurar
við þá Hrafn og Sturlu hafi gengið saman á þinginu, og hefðu
þeir þá átt að vera á þingi. J>að sem hjer segir í 220. k. er
í fullu samræmi við 252. k., sem beinlínis er áframhald af
220. k.; þar segir, að sættin haíi ekki gengið saman fyr enn um
haustið. Enn nú stendur 252. k. í hinu nánasta sambandi við
frásögnina á eftir um brúðkaupið að Flugumýri og
Flugumýrar-brennu, sem vjer höfum áður sýnt, að er úr Gizurar sögu. Með
öðrum orðum: 218., 219., 220. og 252. k. og frásögnin þar á
eftir um brúðkaupið og brennuna er alt ein samanhangandi
frá-sögn, sem öll hlýtur að vera tekin eftir sömu sögu, enn sú saga
getur ekki verið nein önnur enn Gizurar saga.1

Ef nokkra sönnun þætti þurfa aðra enn þá, sem áður er
frain sett, fyrir því, að Sturla geti ekki verið höfundur Gizurar
sögu, þá þyrfti ekki annað enn visa til þess, sem sagt er í 218.
—220. k., að £>orgils hafi setið á Stafaholti veturinn eftir, að
þeir Gizurr komu út. £>að er óhugsandi, að Sturla hafi ekki
vitað, að Ólafr bróðir hans bjó þar árið, sem hann fór að
|>or-gilsi í Stafaholt. fetta eitt er næg sönnun fyrir því, að Sturla
hafi hjer hvergi nærri komið.

Svínfellinga saga gerist mestöll á þeim árum, sem Gizurr
var utan, og er hann ekkert við þá sögu riðinn. Síðar
mun-um vjer tala um innskotsgrein, sem er í þessari sögu, og hvar
hún muni eiga heima.

Vjer höfum þá farið lauslega yfir þá kafla Sturlungu, sem
fara á eftir Haukdælaþættinum og erum komnir aftur að frá-

1 Sturl.1 III, 118.-121. og 166. bls. 2II, 100,—103. bls. Sbr. Sturl’

III, 178. bls. 2II, 154. bls. og þar á eftir.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0348.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free