- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
294

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

294

UM STURLUNGtJ.

enn þó í nokkuð annari röð, flestar hinar sömu og þar, enn þó
sumar, sem ekki standa í »miðsögu«-handritinu, eins og það er
nú, — enn það er ekki að marka, því að það vantar aftan við
það, — og hins vegar eru sumar jarteinir miðsögunnar úr feldar.1
Upphaf formála jarteinasögunnar í 122B (»Hér fara margar
sögur saman, ok má þó eina senn segja, enn þó skal nú fyrst
segja frá jartegnum« o. s. frv.) sýnir það Ijóslega, að
jarteina-sagan hefur staðið inn í miðri Sturlungu einhvers staðar, og að
blöðin, sem hún er á, standa ekki í rjettri röð í skrá Árnasafns
eftir Kálund, því að þar eru þau talin síðast sem 28., 29. og
30. blað handritsins.2 Enn hvar eiga þau að standa? J>að sjest,
þegar vjer litum á Sturlungu-útgáfurnar, þar sem sagt er frá
dauða og útför Guðmundar. í>ar segir fyrst frá sjúkleika
bisk-ups og síðustu smurning, síðan frá fyrirskipun hans um leg sitt
og andláti á »inum sétta vetri ins átta tigar aldrs síns». Alt
hingað að ber sögublærinn það með sjer, að þetta muni flest
vera tekið eftir íslendinga sögu Sturlu. Bnn í því sem á eftir
fer stingur orðfærið í stúf, þar sem sagt er frá því, að þeir Helgi
bróðurson biskups og forkell Ketilsson hafl hafið biskup á fjöl
ösku dreifða og þar hafi öndin skilizt við líkamann, og þeir borið
»mikinn harm af því stríði, er þeir skildusk svá langælega við
sinn föður, því at þeir höfðu frá bamsaldri af hónum þegit
föð-urlega ást ok blíðu. Finnsk ok varla á váru landi eðr víðara sá
maðr, er þokkasælli hafi verit af sínum vinum en þessi inn
blez-aði biskup, svá sem vátta bréf póris erkibiskups eðr Guthorms
erkibiskups, eðr hins ágæta konungs Hákonar ok margra
ann-arra dýrlegra manna í Noregi, at þeir unnu hónum sem bróður
sínum, ok báðu hann fulltings í bœnum sem föður sinn«. Síðan
segir nákvæmlega frá því, livar líkið var náttsett, hvenær það var
borið i kirkju og skrýtt, og frá gulli því, sem fylgdi því í
gröf-ina, og að »allir dáðu, er sá, þenna líkama, ok kváðusk aldri
hafa sét dauðs manns hold jafnbjart eða þekkilegt sem þetta».
Og loks segir frá líksöngnum við útförina og líkræðunni. — J>að
er óhugsandi, að Sturla J>órðarson hafi samið þennan kafia, eða

hreyrnuU, enn hefur ekki formálann, sem er einkennilegur fyrir
122B (og 204) og stendur ekki í neinu öðru haudriti.

1 Bisk. I, 586. bls. 2. nmgr., 593. bls. 1. nmgr., 604. bls. 1. nmgr.,

613. bls. 4. nmgr.

3 Katal. over den Arnamagn. hándskriftsamling 87. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0304.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free