- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
269

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM STCJRLUNGU.

269

Af nokkruin stððum í Áróns sögu er það ljóst, að
höfund-urinn hefur fylgt munnmælum, sem hafa gert heldur mikið úr
hurðum og afreksverkum Áróns. f>annig segir fslendinga saga,
að Eyjólfr Kársson hafi komið að Áróni, þar sem hann lá í
þara-brúkinu eftir viðureign þeirra Sturlu í Grímsey, og hafi Eyjólfr
tekið hann í faðm sjer og borið hann á skip út, enn Áróns saga
segir, að Árón hafi setið með vopnum sínum, þegar Eyjólfr kom
að honum, og verið svo sjálfbjarga, að hann hafi staðið upp og
gengið með Eyjólfi, þangað sem skipið var, og út á það.1 Aður
hef jeg tekið það fram, hversu frásögnin um viðureign Áróns og
Sturlu að Valshamri er miklu sennilegri í íslendinga sögu enn
í Aróns sögu, sem lætur Árón einn síns liðs og fótgangandi
komast undan ll2 mönnum, og sumum þeirra ríðandi, um
há-bjartan dag.

Sömuleiðis hef jeg áður vikið á missögnina um sætt Sturlu
og; Hrafnssona út af björg þeirri, er þeir veittu Áróni, og sýnt,
að íslendinga saga er þar upphaflegri og rjettari enn Áróns saga.
Saga Áróns færir bæturnar, sem Hrafnssynir gjalda Sturlu, úr
10 hundruðum upp í sex tigi hundraða, og er það enn þá eitt
dæmi, sem sýnir, hvernig slíkar tölur vaxa í munnmælunum.3
I>að er einnig athugavert, að Áróns saga segir, að Sturla hafi
siðar komið til Vestfjarða og leitað eftir við þá menn aðra, sem
borgið höfðu Áróni, og neytt þá til stórra fjárútláta, og hafi
hann í það skifti fengið aukið tvö hundruð hundraða;4 þessi
upp-hæð virðist vera ótrúlega há, enda getur Islendinga saga ekki
um þetta einu orði.

Alt þetta, sem nú befur verið sagt, sýnir það ljóslega, að
Áróns saga hlýtur að vera töluvert yngri enn íslendinga saga.
Til hins sama bendir og það, að Aróns saga tilfærir allmargar
vísur um Árón eftir J>ormóð Ólafsson, enn Islendinga saga þekkir

er þetta beinlínis haft eftir »frásögnum fyrir norðan land» (Bisk.
I, 533, 4, nmgr.). Hjer hafa munnmælin haft hausavíxl á þeim
sem drukknuðu og þeim sem af komust.

1 ísl. s. Sturl.2 I, 255.-256. Áröns saga, Bisk. I, 530. Sturl.’ II. 323.
-324.

’ >15«, segir íslendinga saga, og hefur hún hjer hærritölu ennÁróns
s. gegn venju.

0 ísl. s. Sturl.2 I. 267. bls. Áróus s. Bisk. I, 621,—622. Sturl.2 II,
331.

4 Áróns s. Bisk. I, 627. Sturl.2 II, 236.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0279.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free