- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
268

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

268

TJM STURLUNGU.

Jslendinga saga, að þeir hati að eins verið ll.1 |>essar ýkjur
Áróns sögu eru reyndar ekki svo rniklar, að hægt sje að
ráða nokkuð af þeim eingöngu, enn þær eru als ekki
þýðingar-lausar, þegar þær eru skoðaðar í sambandi við aðrar áþreifanlegri
ýkjur sögunnar.

Jeg hef áður bent á missagnirnar um dauða Einars
skemm-ings, og skal jeg alveg láta það liggja á miili hluta, hvor sagan,
Áröns saga eða íslendinga saga, hafi rjettara fyrir sjer um það,
hvar Einarr hafi dáið, hvort heldur í Málmey eða Grímsey, enda
stendur það ekki á miklu. Enn hitt eru auðsjáanlega ýkjur í
Áróns sögu, að þeir feðgar Sighvatr og Sturla hafi látið grafa
Einar upp, til þess að fá vissu fyrir því, að hann væri dáinn,
og að einn af mönnum þeirra, Sigmundr snagi, hafi lostið náinn
öxarhamarshögg og spyrnt honum ofan í gröfina. Sturlunga
segir mart af hryðjuverkum íslenzkra höfðingja á 13. öld, enn
ekki man jeg neitt dæmi þess, að þeir hafi á slíkan hátt raskað
friði grafarinnar eða »lagzt á náinn«. Slíkt athæfi lýsir
gjör-samlega trúlausum og samvizkulausum mönnum, enn það vóru
þeir feðgar ekki, þó að ástríður þeirra — einkum Sturlu —
stundum blinduðu þá og leiddu þá til óhæfuverka. Og þó að
trúin hefði eigi banuað þeim slíkt, þá mundi þó hjátrúin hafa
gert það, enn liún mun hafa verið öllu ríkari á 13. öldinni enn
nú á vorum dögum. Öll þessi saga er þannig vafalaust afiaga
borin í munnmælunum, sem hefur hætt við að draga taum
dýrð-lingsins Guðmundar Arasonar og ýkja og ófegra misgerðir þeirra
feðga við hann. Sama lýsir sier í öðru atviki, þó að lítið sje,
sem Áróns saga segir, að prestarnir Knútr og Snorri hafi verið
teknir úr lárkju til meiðinga, enn íslendinga saga, að þeir hafi
verið teknir úr lárlcjugarði}

! Áróns s. Bisk. I, 518 og 525. Sturl. II, 315. og 320. ísl. s. Sturl.1
II, 65. og 70. bls. 2 1, 252. og 255. bls.

2 Áróns s. Bisk. I, 529. bls. Sturl. II, 323. bls. ísl. s. Sturl.1 II, 69.
bls. 2 1, 255. bls. í þessu sambandi get jeg ekki bundizt þess að
taka fram annað dæmi, sem sýnir Ijóslega, hvernig ýkjurnar vaxa
smátt og smátt í munnmælunum. íslendinga saga segir (Sturl.2
I, 256), að 32 menn hafi drukknað á heimleið úr Grímsey af þeim.
sem að biskupi fóru; í Áróns s. (Bisk. I, 533, Resensbók) eru þeir
orðnir 35. Enn í >miðsögu« Guðmundar biskups (í hdr. Á. M. 657C
4"). sem er sett saman um 1320 (Bisk. I, LXII. bls.) segir, að einir
32 hafi lífs ú land komizt af þeim 300, sem í aðförinni vóru. og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0278.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free