- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
204

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

204

TJM STURLUNGU.

andi Sturlungu hljóti að hafa rnunað Sturlu, og ræður það af
þeim sömu ástæðum, sem hann hafði áður framsett í
Biskupa-sögum. J>ví geti það með engu móti verið J>orsteinn. Enn
hvernig á þá að fara með orðin »móðurföður míns item
móður-föður Narfasona*? Hann heldur, að »item« þýði hjer: ’það er
að segja’, eða, ef til vill, að það sje rangt leyst úr böndum fyrir
>id esU, sem kunni að hafa staðið skammstafað í 122 B.
Sam-kvæmt þessu skýrir hann orðin þannig: >Hann (o: Ketill prestur)
var móðurfaðir minn, það er að segja móðurfaðir Narfasona, því
að jeg er einn af þeim«. Með þessari skýringu fær hann það
út, að einn af Narfasonum, og þá helzt f>órðr, hafi lagt síðustu
hönd á Sturlungu.1

Að einu leyti er útgáfa Guðbrands Vigfússonar stórt
fram-stig frá eldri útgáfunni. Hann kastar alveg fyrir borð hinni
óeðlilegu þáttaskiftingu pappírshandritanna og gerir sjer far um
að greina Sturlungu sundur í sjerstakar sögur, sem hann prentar
hverja fyrir sig með sjerstakri fyrirsögn. Hann greinir þannig
úr Geirmundarþátt, f>orgils7sögu og Hafliða, Sturlusögu,
prest-sögu Guðmundar góða, Guðmundarsögu dýra, Hrafns sögu og
Svínfellingasögu, sem hann heldur að Sturla fórðarson eigi
ekk-ert í. f>að sem eftir verður, þegar þessar sögur ganga frá, telur
hann til íslendingasögu, og „eignar það alt Sturlu að fráteknu
niðurlagi Sturlungu um utanferð Sturlu og æfilok. |>etta verk
Sturlu hyggur hann vera samsett af þrem pörtum, hinni eiginlegu
íslendingasögu, f>órðar sögu kakala og porgils sögu skarða. Hann
er nú fastur á þvi, að Sturla eigi sögu J>orgils frænda síns, er
hann ætlar að sje hið fyrsta rit Sturlu.

Vjer munum sjá í því, sem á eftir fer, að þessum
kenn-ingum Guðbrands Vigfússonar er að mörgu leyti ábótavant, og
einkum, að Sturla á ekki nærri eins mikið, eins og hann eignar
honum. pað getur jafnvel verið efamál, hvort það sje rjett að
vinsa úr og draga saman í eitt hinar einstöku sögur, sem standa
á víð og dreif í handritunum, og það því heldur, sem það er að
minni hyggju óvinnandi verk, að því er suma kafla snertir. ]?essi
aðferð hefur bæði kost og löst. Annmarkarnir eru þeir, að með
þessu móti verður ekki eins Ijóst, hvað safnandi Sturlungu hefur
unnið að safninu og hvernig hann hefur raðað sögunum niður,
og í annan stað, að sumstaðar er mjög örðugt, ef ekki ókljúf-

1 Sturl.2 I, Prolegomena ciii.—civ. bls. sbr. 126. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0214.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free