- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
203

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM STCJRLUNGU.

203

skoðun, að Sturla eigi J>orgilssögu, er hauu hafði eignað öðrum
1 formála Biskupasagna, og er það afturför, eins og vjer síðar
taunum sjá.

Árið 1867 gaf Konráð Maurer út hina merkilegu ritgjörð
sina: »Ueber die Ausdriicke: altnordische, altnorwegische &
is-lándische Sprache«, og minnist hann þar á Sturlungu.1 Hann
virðist vera að öllu leyti samdóma skoðunum þeim, sem
Guð-brandur Vigfússon hafði látið í ljós í formála fyrir Biskupasög-

og heldur meðal annars, að Sturla eigi ekki þorgils sögu
skarða, enn bætir því við, að hann eigi ekki heldur forgils sögu
°g Hafliða nje Sturlusögu.

Við þetta stóð, þangað til Guðbrandur Vigfússon gaf út
Sturlungu árið 1878. fað sjest fljótt, að hann hefur enn breytt
skoðuuum sínum á Sturlungu siðan 1861. Staðinn í
formálan-um skýrir hann að vísu alveg á sama hátt og fyr, enda getur
hann nú talað úr flokki um þann stað, þar sem hann hefur
fundið, að skinnhandritið 122 B hefur að efninu til alveg
sam-hljóða texta og hann hafði til getið. Aftur á móti hefur hann
nú skift skoðunum að því er snertir orðin «Ketils prestz
|>or-lákssonar móðurföður míns einnin móðurföður Narfasona«. Hann
hefur nú fundið, að Vallabók er ekki hið eina handrit, sem hefur
orðin -móðurföður míns einnin», heldur standa þau lika í
hand-ritinu í Brit. Mus., sem er kynjað frá 122 B, þó þannig, að í
staðinn fyrir »einnin« stendur »item«, sem hann hyggur vera
upphaflegra, eins og eflaust er rjett. J>essi orð hafa því að hans
áliti staðið í 122 B, meðan það var heilt. Enn nú heldur hann
ekki framar, að þessum orðum, »móðurföður míns item«, sje
aukið við af þorsteini ábóta, heldur sjeu þau upphafleg í
Sturi-ungusafninu, enn 122 A hafi( slept þeim úr, af því að ritarinn
Iiafi rent auganu frá »móðurföður« á fyrra staðnum til
»móður-föður« á síðari staðnum og hlaupið yfir orðin, sem á milli vóru,
eins og oft vill verða. Menn skyldu nú ætla, að Guðbrandur
öiundi af þessu leiða þá ályktun, að það væri forsteinn ábóti,
sem hefði fyrstur manna safnað Sturlungu í eina heild og lagt
á hana síðustu hönd, því að svo liggur beinast fyrir að skilja
orðin, ef þau eru upphafleg í Sturlungu. Enn það gerir
Guð-hrandur þó ekki. Hann heldur því sem áður fast fram, að safn-

1 Abhandlungen der k. bayer. Akademie der W. I. Cl. XI. Bd. II.
Abtli. 681.-683 (i sjerprentunum á 207,—209.) bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0213.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free