- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
196

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

196

TJM STURLUNGU.

mikið í — alls eru nú til 30 blöð eða blaðaslitur. Af 122 A eru
aftur á móti til 110 blöð eða blaðapartar, og telur Guðbrandur
Vigfússon þó, að í það handrit muni vanta um 34 blöð, eða hjer
um bil fjórða part.

Frá þessum tveim skinnhandritum eru kynjuð öll þau
papp-írshandrit, sem nú eru til af Sturlungu, sum frá 122 A, sum frá
122 B, enn sum eru blendingur úr báðum J.

Hið helzta, sem skinnhandritum þessum ber á milli, er það,
að forgils saga skarða er ekki í 122 A, heldur að eins í 122 B.
Af þessu er ljóst, að 122 A — eða frumrit þess — er skrifað,
áður enn ]?orgilssaga var tekin inn í Sturlungusafnið. Hitt er
óhugsandi, að |>orgilssaga hafi staðið í því handriti, sem 122 A
er ritað eftir, og skrifarinn slept henni úr, því að í 122 B er
porgilssögu blandað saman við aðrar sögur, eins og vjer munum
síðar sjá, og er sinn kaflinu tekinn á víxl úr hverri sögunni, og
kemur ekki til nokkurra?mála, að sá, sem ritaði 122 A hefði hitt
á að sleppa einmitt úr öllu því, sem var úr porgilssögu, ef hann
hefði haft fyrir sjer slíkan sagnablending. Að öllu samtöldu er
122 A betra handrit enn 122 B, eins og eðlilegt er, þar sem það
er svo sem hálfri öld eldra, og ef handritin greinir á, er
les-hátturinn í 122"A vanalega rjettari og upphaflegri. Enn þó
kemur það alloft fyrir, að 122 B hefur upphaflegri texta. fetta
sýnir og sannar, að hvorugt þessara handrita er frumrit
Sturl-ungusafnsins, heldur liggur á bak við þau bæði eitt frumrit,
sem bæði stafa frá.

Sturlunga hefur tvisvar verið gefln út, i fyrra skiftið í
Kaupmannahöfn að tilhlutun Bókmentafjelagsins á árunum 1816
—1820 ásarnt Arna biskups sögu, enn í síðara skiftið af
Guð-brandi Vigfússyni í Oxford 1878 ásamt Hrafnssögu, Árónssögu,
Konungsannál og fleiri viðaukum.

Aðalgallinn á fyrri útgáfunni er sá, að hún hefur ekki tekið
neitt tillit til skinnhandritanna, heldur farið eingöngu eftir pappírs-

1 Af pappírshandritunum skal jeg sjerstaklega taka fram Vallabók,
sem er rituð af Eyjólfi Jónssyni presti á Völlum i Svarfaðardal
og nú geymd í Advocates Library í Edinborg, og handrit í British
Museum, sem Guðbrandur telur ritað á Suðurlandi um 1690. Bæði
þessi handrit eru að dómi Guðbrands Vigfússonar kynjuð frá 122 B.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0206.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free