- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
195

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

1. þáttur.

Um handrit og útgáfur Sturlungu og skoðanir vísindamanna á
nppruna hennar og samsetningu.

Sturlunga er til vor komin að eins í tveimur
skinn-hand-ritum, sem eru geymd i safni Árna Magnússonar Nr. 122 A og
122 B í arkarbroti. Guðbrandur Vigfússon hefur lýst þessum
handritum og sagt sögu þeirra í Sturlungu-útgáfu sinni1 og
Kr. Kálund í hinni ágætu skrá yfir handrit Ámasafns2, og læt
jeg mjer nægja að vísa til þess, sem þeir hafa sagt, því að
sjálfur hef jeg ekki haft tækifæri til að rannsaka handritin
ná-kvæmlega. Jeg mun að eins leyfa mjer að taka fram það, sem
er nauðsynlegt til að skilja það, er hjer fer á eftir.

122 A (merkt B í Sturl.2) er eldra enn 122 B (merkt A í
Sturl.2), skrifað að dómi Kr. Kálunds á fyrri hluta 14. aldar3.
122 B telur Kálund skrifað um 1400 enn Guðbr. Vigfússon um
1350. Bæði handritin fjekk Árni að vestan, 122 A frá Páli
Retilssyni, móðurbróður sinum, er var prestur i Hvammi og siðan
að Stað á Ölduhrygg (f 1720). Enn 122 B kom til hans af
Vestfjörðum í mörgum pörtum; hafði það verið eign Árna
Guð-mundssonar í Bíldudal, enn hann rifið það í sundur, og vóru
blöðin síðan höfð í klæðasnið eða til bókbands. J>etta handrit
er því nú skræður einar, mjög illar aflestrar, og vantar mjög

1 Sturl.5 Prolegomena clxxi.—clxxv. bls. (Hjer á eftir táknar Sturl.1
hina eldri útgáfu Sturlungu, Kaupmannahöfn 1817—1820, enn
Sturl.2 hina síðari útgáfu, Oxford 1878).

2 Katalog over den Arnamagnæanske hándskriftsamling I, 83.-88. bls.
Stutt lýsing á 122 A er og í Frumpörtum isl. tungu eftir Konráð
Gislason VII.-IX. bls.

8 Guðbrandur Vigfússon heldur, að það sje ritað um 1320, enn Kon-

ráð Gíslason, að sumt af þvi sje skrifað á öndverðri, enn sumt á
ofanverðri 14. öld. Jón Sigurðsson setur það um 1330 (Dipl. Isl.

I, 324. bls.).

13*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0205.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free