- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
112

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

112

SKÚLI LAN’DFÓGETI MAGNÚSSON.

hefði mest hugsað um eigin hagnað í þessu máli. |>etta voru
þakkir þær, er hann hreppti fyrir 30 ára strit og mæðu.

VII.

f>egar konungur tdk að sér verzlunina 1759, var það fráleitt
ætlan stjdrnarinnar, að hann skyldi reka hana framvegis, heldur
aðeins til bráðabyrgða og þar til aðrar ráðstafanir yrðu gerðar,
er þættú heppilegar. En þótt nú stjdrnin máske fyrst í stað
hafi hugsað sér þá tilhögun á verzluuinni, að konungur tæki
hana að sér fyrir fullt og allt, þá hefur hún þó eflaust skjótt
fallið frá þeirri hugmynd er hún sá að konungur beið allmikinn
skaða við þetta fyrirkomulag. Hitt mun og eigi hafa gert
all-lítið, að þessi verzlunartilhögun bakaði stjórninni töluverðs
um-stangs og ómaks. Bæði verzlunarstjórarnir og kaupmenn leituðu
til ríkisstjórnarinnar með hvert smáræði í verzlunarsökum og
þóttust eigi mega ráðast í neitt, hversu litilfjörlegt sem var,
áður þeir hefðu leitað álits og samþykkis stjórnarinnar. |>að er
því vel skiljanlegt þótt stjórninni eigi gætist að þessu
fyrir-komulagi, er var henni slíkur byrðarauki, og hyggði á breytingar.
Arið 1760—61 lagði hún svolátandi spurningu fyrir íslendinga:
»Hvort má álíta heppilegra fyrir framtíðina, að selja
verzlun íslands einhverju félagi á leigu, eða reyna
til að koma á nokkurs konar sérverzlun á vissum
höfnum,1 er rekin sé með tilstyrk fulltrúa í
Ivaup-mannahöfn?« Eigi er mér kunnugt um, hvort margir urðu
til að svara þessari spurningu eða á hvern hátt þeir svöruðu
henni; jeg hef aðeins rekist á svar Skúla Alagnússonar2. Fer
hann þar fyrst nokkrum orðum um íslenzka verzlun yfir höfuð
og gleymir eigi að gefa hinum fornu fjandmönnum sínum,
Hör-möngurunum, ýmsar snuprur; því næst bendir hann til
verzlun-arfrumvarps síns frá 1757. Skjalið er stutt og eigi sérlega
merkilegt. Hann svarar eigi beinlínis spurningu stjórnarinnar,
en þó er auðráðið af bréfi hans, að hann hallast mest að síðari
uppástungunni, þótt eigi falli hún honum allskostar vel í geð.

í>að hefur optar en einu sinni verið tekið hér fram, að kou-

1 Orðið »sérverzlun< táknar hér danska orðið »Separat-Handel« til

aðskilnaðar frá »félagsverzlun« (Kompagni-Handel).
’ Sjá No. 55 í handritum Magnúsar Stephensens á skjalasafni Á. M.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0122.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free