- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
111

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 111

gengið stirt œá ráða af því, að í bréfi til stjórnarinnar sama ár
leggur npfndin það til, að reynt sé að balda uppboð á
verksmiðju-húsunum og að kaupanda verði veittur langur gjaldfrestur1. Var
það af ráðið og uppboðið haldið 1. og 15. ágúst 1791. Seldust
þar húsin No. 1, 5, 6, 11, 13, 14, 21 og 23 fyrir nokkurn
veg-iun viðunanlegt verð.’2 Að ýms húsin þó enn hafi verið óseld
og ullariðnaði haldið þar áfram, sézt af útdrætti úr
kaupstaða-bók Reykjavíkur frá árinu 1791. Er það skoðunargerð á
hús-um bæjarins og telur hún þar fyrst og fremst hús þau, er voru
notuð við iðnaðinn og voru þau þessi: 1. íbúðarhús. 2.
Af-greiðslustofa og geymsluhús. 3. Vefnaðarhús. 4. Spunahús. 5.
Skáli. 6. Ullarstofa. 7. Skemma. 8. Eldiviðarhús. 9.
Fjós-skemma. 10. Vefarabústaður og 11. Klæðskerabústaður. Enn
fremur hef jeg rekist á bréf frá verzlunarnefndinni til
stjórnar-innar dags. 25. sept. 1797 og sækir nefndin þar um leyfi til að
hefja hjá stiptamtmanninum á íslandi 1500—2000 dali og verja
þeim til verksmiðjunnar i Reykjavík.3 Er þetta hið síðasta, er
•vér vitum með vissu af verksmiðjunum að segja.4

pannig vesluðust stofnanirnar smámsaman upp og féllu að
lokum niður. Má óbætt fullyrða, að til einkis fyrirtækis á
ís-landi bafi verið varið jafn miklum kröptum og jafn miklu fé
er þó að lokum virtist sem kastað á glæ. Féllu Skúla afdrif
stofnananna mjög þungt, en það féll honum þó þyngst af öllu,
að ýmsir meðal laudsmanua slettu skuldinni á hann, er
stofnan-irnar urðu til lítilla nota, og báru honum það á brýn, að hann

1 Sjá Isl. Journal 1789 No. 468.

2 Sjá Isl. Journal 1798 No. 2215.

3 Sjá Isl. Journal 1797 No. 635.

4 Jón Espólín segir (Árb. XI, 99) að árið 1799 hafi eigi verið
annað eptir af verksmiðjunum í Reykjavík en þófaramylnan og
hún spillt og óbrúkuð, og af öðru ekki annað en brennisteinsverkið
á Húsavík Norðlendingar höfðu einnig stofnað iðnaðarfélag að dæmi
Sunnlendinga, en það varð eigi langlíft og mun litlu hafa fengið
áorkað. Um endalok þess fer Jón sýslum. Jakobsson svofeldum
orðum í annál sinum (No. 962 4° á safni Á. M.): »Farverí og
valkemilluinnrétting vor norðanlands neyðist nú (1793) til að
kunn-gera Fallit, bæði sökum óhæfilegra óeptirvæntra fraptpeninga kaupm.
Lynges, og nokkurra Interessenta óskila, þar engin ráð sáust að
fá nýjan peningastyrk til að setja verkið i drift, þó materialia væru
til, en samt óþénleg — sum«.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0121.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free