- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
19

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SKÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 19

kollegium). Átti hann að líta eptir kirkju- og kennslumálum á
íslandi, og settist að á Hólum.1 Var svo ráð fyrir gert, að
Hólabiskupsdæmi skyldi eigi veitt fyrst um sinn, heldur skyldi
Harboe hafa þar aðsetur sitt og staðnum stjórnað fyrir hönd
konungs og reikningar allir sendir til stjórnarinnar. Var Skúli
skipaður til að ráða fyrir stólnum og gekk þetta svo í nokkur
ár. Harboe fór aptur af landi brott 1745 og var þá Halldóri
Brynjólfssyni veitt biskupsembættið. J>egar Halldór kom til,
bjóst Skúli þegar að skila af sér staðnum og lét Halldór sér
það vel líka. Fór afhendingin fram orðalaust. En von bráðar
tók Halldór að láta brydda á því, að hann væri eigi allskostar
ánægður með afhendinguna og lét á sér heyra, að eigi mundi
öllu til skila haldið. Fékk hann því ágengt með umtölum
sín-um, að konungur skipaði 2 menn, þá Bjarna sýslumann
Hall-dórsson og Guðna sýslumann Sigurðsson,2 til að taka við öllu
af Skúla, rannsaka vandlega staðarreikninga og fá hinum
ný-bakaða biskupi staðinn í hendur.3 Gerðu þeir svo sem þeim var
fyrir lagt, og i bréfi einu dags. 28. okt. 1746 segja þeir, að þeir
verði að álíta, að Skúli að öllu leyti hafi stýrt staðnum vel og
samvizkusamlega og jafnvel sýnt af sér mikla röggsemi. Hafi
hann eigi að eins geymt hús og jörð ónídd og svarað fullu gjaldi
fyrir slit, heldur þar á ofan látið hressa við og reisa af nýju
töluvert af staðarhúsum, útvegað nýjan stýl til prentsmiðjunnar.
og skilað af sér meira innstæðufé enn ’nann hafði veitt móttöku.
í>essi vitnisburður er því meira verður, sem annar
skoðunar-manna var mótdrægur Skúla í öllu því, er hann mátti. Enn
fremur ber þess að gæta, að biskup hafði, þegar hann fyrst tók við
af Skúla, orðalaust sett nafn sitt og innsigliundir afhendingarskjalið.

1 Sjá konungsbréf um þessa sendiför í Lovsamling for Island 2. B.
bls. 335 og víðar.

2 Guðni Sigurðsson var aðstoðarsýslumaður í Gullbringusjslu 1743—
1749, þá var honum veitt sýslan. Dó 1781.

5 Eigi var trútt um að mönnum þætti þetta hótfindni af biskupi og
leituðu annarar ástæðu til, en óánægju biskups yfir afhendingunni.
Hafði 5óra biskupsfrú alið barn nser jólum, og þótti það eigi vel
standa heima við dvöl biskups á íslandi. Kendu sumir Skúla, en
aðrir Arna skáldi Böðvarssyni. A þetta að hafa borizt til eyrna
biskupi, og víst er um það, að hann lagði fæð mikla á Skúla.
(Sjá æfisögubrot Skúla í safni Jóns Sigurðssonar Nr. 322, 4°. Eigi
er mér kunnugt eptir hvern þessi æfisaga er).

2*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0029.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free