- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
18

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 18

maður Gottorp átti, en á miður Iðglegan hátt. Kúna hafði hann
tekið að beiðni Guðmundar sýslumanns Sigurðssonar i
Snæfells-nessýslu upp í skuldir Gottorps.1 Yoru áður deilur með þeim
Bjarna og Gottorp út af afhendingu Húnavatnssýslu, er Bjarni
tók við af honum, og þóttist Bjarni eiga honum grátt að gjalda.
Gottorp undi illa kýrmissinum, sem von var, og stefndi Bjarna
fyrir aðtektina. Var Skúli skipaður til að dæma málið og kvað
hann upp dóm sinn að rétti á Torfalæk 1741. Dæmdi hann
Bjarna í sektir mildar til Gottorps og Einars sýslumanns
Magn-ússonar, er áður var skipaður dómari í málinu, og þar á ofan
skyldi hann skila kúnni aptur á þann stað, er hann hafði hana
tekna. Bjarna þóttu þessi úrslit allill. Kvað hann Skúla hafa
dæmt málið af illvilja einum við sig og skaut því til
alþingis-úrskurðar. Vafði hann þar málið á allar lundir fyrir réttinum,
en svo lauk, að dómur Skúla var staðfestur.2 Eptir þetta tókst
hörð rimma með þeim Bjarna og Skúla út úr málum Péturs
Ovesens, kaupmanns á Hofsós, og mun nánara sagt frá þeim
málum síðar i sambandi við deilur Skúla og
Hörmangarafélags-ins. En ekki gréri um lieilt með þeim Bjarna og Skúla alla
æfi síðan.3

Enn átti Skúli í stórmáli einu í Skagafirði og reis það út
af Hólastól. Steinn biskup andaðist 1739, en 1741 var Ludvig
Harboe sendur til landsins að undirlagi stjórnardeildar þeirrar,
er umsjón hafði með kirkjum í Danaveldi (Kirkeinspektions-

1 S>’slumannaæíir I, bls. 617.

2 Sjá Alþingisbók 1743.

3 feim Bjarna og Skúla var gjarnt á að hreyta ýmsum ónotum hvor
í annan, er tækifæri gafst. fannig getur Jón Espólin þess í
Skag-firðingasögu sinni (kap. 51), að Bjarna einhverju sinni hafi borið
þar að, er Skúli stóð á tali við mann. Mælti Skúli þá: >Nú kemur
krummanefið frá fingeyrumU Bjarni heyrði orð hans og svaraði:
>Ekki þó það krummanefið, er kroppaði um barnabeinin í
Grafar-móum, karl minn!< í annað skipti bar það við í málaferlum
þeirra, að Bjarna var dæmt að gjalda Skúla fé nokkuð, og er þeir
riðu norður af þingi, fylgdust þeir að i Húnavatnssýslu. Bauð
Bjarni þá Skúla heim að fingeyrum og veitti honum vel, en er
Skúli bjóst til heimferðar og kallaði eptir fénu, mælti Bjarni: »Þú
hefur nú jetið það og drukkið, karl minnU Skildu þeir við svo
búið. (Skagfirðingas. kap. 54). Ýms brögð önnur fóru þeim á
milli, en ætíð kom Skúli þar betur og hreinskilnislegar fram, því
þótt hann væri lögkænn, var hann þó of höfðinglyndur og vandur
að virðingu sinni til að beita hrekkjum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0028.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free