- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
15

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

15

Gúðrún systir hans áður verið ráðskona hjá honum, en var nú
önduð. Settu þau Steinunn fyrst bú að Gröf á Höfðaströnd, en
fluttu 1741 að Stóru-Ökrum í Blönduhlíð. Bvggði Skúli þar
reisu-iegan bæ og bjó þar síðan alla þá tíð, er hann var sýslumaður í
Skagafirði.

Sem dæmi þess, hve harðdrægur og óvæginn Skúli var,
má nefna mál eitt, er hófst sumarið 1741. Á því sumri hafði
rekið duggur 2 hollenzkar á Borgarsandi og komust menn allir
af. Skúli brá þegar við, gerði upptækar duggurnar með öllu sem
á var, en hafði skipverja með sér til Akra og lét þá sitja þar í
hoptum. Gaf hann þeim það að sök, að þeir hef’ðu rekið verzlun
við landsmenn um sumarið, en það var stranglega bannað öllum

læt eg hér með fylgja skýrslu yfir lausafé það, er fram var talið
með henni. I. Frá fósturforéldrum hennar. a) I silfri. |>rír
filagrans svuntuhnappar laufalausir; silfurbelti sett á dökkt pluss
med 21 doppu með lausum pörum og skildi gyltum; litlar
silfurdósir. b. í klæðnaði. Ný klæðishempa lögð með flöjelsborða;
ný og fín vaðmálshempa borðalögð; önnur vaðmálshempa litið
borin; rautt sarsers pils borðalagt og fóðrað; nýtt 60 fiska klæðis
pils blátt; 35 fiska klæðis pils nýtt með rósaplussis upphlut; rautt
késsu (kirsey?) pils; silkisvunta af rósatúbín; rauð plussissvunta
fóðruð með raski og lögð með grænum kniplingum; klæðistreyja
fin með flöjelskraga lögð með egta galúnum; önnur klæðistreyja
með plussiskraga lögðum; kvenhöttur af plussi; í klútum, tröfum,
silkjum. skyrtum og því um liku 4 dalir; kvenuppslög;
látúns-hlekkjabelti. c) I sængurfötum. Sængurver af góðu skonsku
lérepti; hægindisver af drejel; silkigardínur með kögri;
krossvefn-aðarábreiða fóðruð. II. Frá f’ööur hennar. a) í fatnaði og
reiðtýgjum. Græn 60 fiska klæðis svunta lögð; önnur do. blá
og ný; aldrifinn kvensöðull; salúns söðulklæði; tvennar
gjarða-hringjur; kvensöðulsþófi. b) í silfri. Silfurfesti forgylt með
lauf-settum skildi; svuntu-silfurhnappur; silfurbelti puklað sett á dökkt
pluss með pörum og skildi, 7 stokkum og 3 doppum; 3
svuntu-silfurhnappar með laufum; 14 ermahnappar puklaðir með laufum;
16 silfurmylnur; einir skyrtuhnappar; 2 einfætlingshnappar;
silf-urskeið með hnappi; silfurstaup; hér að auk í reiðu
specie-peningum 70 dalir; hér til koma enn in specie 33 dalir; í óánefndum
peningum 8 dalir. Skýrsla þessi sýnir, að Steinunn hefur ekki verið
alveg á flæðiskeri stödd. Við festarnar lofaði Skúli henni í
tilgjöf 30 hundruðum i lausafé og 24 dölum í morgungjöf. (Sjá
Nr. 20 fol. á Landsbókasafninu i Reykjavik).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0025.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free