- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
14

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54

SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 14

verzlun. Er eigi ólíklegt, að Skúli hafi þar komizt á snoðir um
margt því máli viðvíkjandi, er átt hafi góðan þátt í að stæla
hann til baráttu þeirrar gegn Hörmangarafélaginu og íslenzkum
verzlunarháttum, er síðar varð eitt af aðalstörfum lífs hans.

Skúli lét eigi lengi dragast að sækja um sýsluna og minna
stjórnina á loforð það, er hún hafði gefið honum. Sótti hann
mál sitt svo fast, að honum var veitt sýslan 14. apríl 1737,
þrátt fyrir allar umtölur Lafrentz. Kom hann út um vorið og
birti veitingarbréf sitt á þriggja hreppa þingi í Skagafirði.
Einsog áður er á vikið, var um þær mundir róstusamt mjög
í fiestum sveitum og eigi hvað sízt í Skagafirði. Voru þar margir
stórbokkar og harðir í horn að taka. Skúli tók hér, einsog áður
i Skaptafellssýslu, þegar til óspilltra málanna. fyrmdi hann
engum og kom þar brátt upp hvert málið á fætur öðru. Varð
hann af tiltektum sínum þegar í byrjun all óvinsæll, og varð
það eitt meðal annars til að auka óvild manna, að hann samdi
strangar reglur um hagabeit, er hann gekk ríkt eptir að fylgt
væri. Gazt mönnum eigi að þeirri reglugerð og kváðu hana
sprottna af sjálfræði einu og rangsleitni. Leið eigi á löngu áður
ýmsar sögur, er meiðandi voru fyrir mannorð sýslumanns, tóku
að koma á lopt. Voru honum um þessar mundir kend börn 2,
annað af stúlku nokkurri úr Skaptafellssýslu, og sór hann fyrir
það, en hitt af Steinunni, dóttur Bjarnar prófasts Thorlacius í
Görðum á Álptanesi (pr. að Görðum 1720—1746). Varaltalaðað
hann hefði ranglega svarið fyrir fyrra barnið og ort um það
óþvegin níðvísa, er fyrir velsæmis sakir þykir eigi hæfa að
tilfæra hér. Mælt var og, að Skúli í fyrstu hefði eigi viljað
gangast við faðerni að barni því, er Steinunn kendi honum, en
að Björn prófastur, er hann varð þess áskynja, hafi tekið sér
ferð á hendur norður í Skagafjörð og talað svo um fyrir Skúla,
að hann gekkst við barninu og fastnaði sér Steinunni, er þótti
einkar góður kvenkostur. Stóð brúðkaup þeirra 1738.1 Hafði

1 Skóli og Steinunn urðu að fá konungsleyli til að giptast, þvi þau
voru þremenningar. Fóru festar fram að Bjarnarnesi 1838 að
þeirra tíma sið. Fósturforeldrar Steinunnar, Benedikt Jónsson í
Bjarnarnesi og Rannveig Sigurðardóttir, kona hans, lögðu henni til
heimanfylgju 60 hundruð í Laufási og eptir loforði og ávísun
föður hennar 60 hundruð í ótilnefndri fasteign. Af því að fróðlegt
er að vita, hversu hefðarkonur á þeim tímum voru búnar úr garði,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0024.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free