- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Fjerde Bind. 1888 /
37

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Leiðrjettingar á ýmsum stöðum í Sæmundar-Eddu (Finnur Jónsson)

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

37

Jeg verð fastlega að halda því fram, að Bugge skrifar
rjettilega véurr (nom.), subj. í drepr-, sterkasta sönnunin fyrir
því er orðanna hljóðan í SnE., en þess ber vel að gæta, að
drepa merkir hjer að slá ö: með hamrinum, en ekki að "slá
í hel", hann í 1. vo. á að fella burt.

neppr í 7. vo. er þýtt af Bugge: " for o verb oj et" og b er hann
það saman við gneppr í Bergbúaþætti. Jeg efast þó um, að þetta
sje alveg r j ett, einkumafþví, að samsetningin: fjgrneppr er til
í málinu, og þar sýnist neppr valla geta þýtt "foroverböjet";
neppr er eflaust sama semkneppr (ogknappr?)] smbr. "næppe" á
dönsku. Jeg vil skilja (h)neppr hjer á sama hátt sem fjgrneppr, "sá
sem á s kam t eftir ólifað, er líf hans er þrotið". Smbr.: "Oss
gerask hneppt (= stutt) . . . setuefni" (Eyvindr Hkr. 103).

ní<bs óJcvíðnum: svo stendur í R og öllum útgáfum. Svb.
Egilsson þýðir: "contumeliam, vim externam, nonmetuens";
Luning á líkan hátt: "gewaltthätigkeit" "nicht fürchtend".
Müllenhoff: "(schlänge), die die Schandtat nicht scheut" (nfi.
þá, að drepa Pór). En nið merkir mjer vitanlega aldrei: "vis
externa", "gewaltthätigkeit" eða "Schandtat." Að efninu til
er þýðing Svb. Egilssonar bezt; Mullenhofís getur valla verið
rjett; hvers vegna skyldi skáldið hafa tekið það fram, að
ormrinn hefði ekki horft í, að drepa Pór?, eins og það hefði
ekki verið sjálfsagt, að hann dræpi Pór. Nfö mekir aldrei
annað en "ófrægð", "álas", "háðung" eða því um líkt, og sú
merking verð jeg og að ætla að sje hjer. En að segja, að
ormrinn hafi eigi óttazt ófrægð komandi tíma fyrir
fram-göngu sina, það getur valla verið rjett. Hann skeytti víst
hvorki um skömm nje lieiður, eins og máltækið segir. Hjer
á eflaust að standa: ókvífenn, sem á við Pór. Pór var ekki
sama um, hversu menn eftir ragnarøkr mundu dæma hann.
Nú hafði hann drepið miðgarðsorm. Hann þurfti því ekki
að vera hræddur við, að menn mundu níða sig fyrir
fram-göngu sína. Hann gåt dáið með góðri samvizku. OJcvfônum,
dat., er til orðið af misskilningi; rjett á undan stendur

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:17:05 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1888/0041.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free