- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tredie Bind. 1886 /
380

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Íslenzk Kappakvæði (Jón Þorkelsson) - - I. Vísnaflokkur Bergsteins Þorvaldssonar

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

380

Finnast þær i AM. Nr. 603 4to á skinni, þó að eins brot
framan af 1. rímu; í AM. 604 4to C eru þær átta (á skinni)
og í AM. Nr. 149. Svo á pappír frá c. 1670 sýnast þær að
hafa verið 8, en að eins er þar brot eptir af 8. rímu, en í
AM. 616 4to B á pappír frá 1633 eru rímurnar 12, og
byrja svo:

Gjarnan vil eg gamna frú &c.

þriðja ríma er eins og sú fyrsta í hinum handritunum, og
S fyrstu rímurnar eru svip að ar, en allar breyttar þó.

Um miðja 18. öld á Sigurður Jonsson á Eeykjum í
Hrút-afirði að hafa ort rímur af Viktor og Bláus.

14. erindi. Ormar sá, sem hér er nefndur er lítt þekktur, en mun
þó vera sá, sem Ormars rímur eru af. þær eru einar af þeim
eldri og eru nú til í tveim skinnbókum: Staðarhólsbók (AM.
604 D 4to) og rímnabókinni í Wolfenbüttel, sem báðar eru
frá hér um bil 1500. Auk þess finnast þær á pappír í AM.
Nr. 146 Svo með hendi Jóns Finnssonar frá c. 1633, og
af-skript þar af er i Ny kgl. saml. Nr. 1135 Fol. með hendi
rorleifs Arasonar Aðeldgils. þær hafa og áður fyrri verið í
AMag. Nr. 606 c 4to7 en finnast þar nú ekki. þær eru 4 að
tölu og byrja svo:

Brúðum færi og Berlings fley &c.

15. Sigurður sá, sem hér er nefndur er mér ekki vel Ijóst hver
muni vera. Mér dettur i hug Sigurður Fornason. Saga af
honum er nú ekki til, en að eins þáttur, sem er útdráttur
úr eða ágrip af rímunum finst í AM. Nr. 601 E 4to.
Bimur-nar veit eg hel dur ekki hvort eru heilar til, en í AMagn. Nr.
145. Svo er brot af þeim með hendi Jóns Finnssonar frá hér
um bil 1633; er fyrsta ríman heil, en brot af aunari og þriðju,
og hafa þær ekki verið, nema þrjár, þær byrja svo:

Stirðan hef eg stofnað óð &c.

Aður fyrri hafa þær verið í AM. 615 B. 4to? en finnast
nú ekki. Sigurdur Fornason glímdi við blámann Hakonar
Hlaðajarls.

10. erindi. Hrólfur sá, sem hér er nefndur hygg eg sé Hrólfur
Gautreksson. Saga hans hefur um längan aldur verið uppáhald
alþýðu á íslandi að sínu leyti eins og Olafs saga
Tryggva-sonar, og sýna það hinar mörgu rímur af sögunni. Elztar
munu vera þær, sem nú finnast í AMagn. 146 Svo með hendi
Jóns Finnssonar hér um bil 1633; bera þær það með sér, að
þær eru varla yngri en frá miðbiki 16. aldar; eru þær 5 að
tölu og nå yfir 25-35 Kapítula sögunnar: þær byrja svo:

þar hef eg lágt á Ijóða fjörð &c.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:16:44 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1886/0384.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free