- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
212

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

<212

II. Bergtegundir.

Jarðfræðin er mjög yfirgripsmikil vísindagrein, og
skiptist í margar fræðigreinir. Ein peirra er
berg-fræðin, en steinafræðin er lykillinn að henni, pví
ómögulegt er að pekkja bergtegundir ef menn pekkja
ekki hina einstöku steina, pví bergtegundirnar eru
ýmist einstakar steintegundir, pegar svo mikið er af
peim, að peir mynda heil jarðlög eða fjöll, eða pær
eru samsettar af mörgum steintegundum, og svo eru
pær flestar myndaðar. Hinar fyrnefndu kalla menn
einfaldar, en hinar samsettar.

Sumar bergtegundir eru myndaðar af eldi, en
sumar af áhrifum lopts, vatns eða sjóar. Allar
eld-myndaðar bergtegundir eru eitt sinn komnar upp úr
iðrum jarðarinnar, og liggja opt í þykkum straumlögum,
opt mjög óreglulegum. En þær bergtegundir eða
jarð-lög, sem af vatni eru mynduð, eru sjaldan eins þykk,
en reglulegri, og liggja lárétt, þó hafa ytri áhrif opt
breytt stöðu peirra, beygt þau og brotið á marga vegu.
I þeim finnast opt steingjörfingar af plöntum og
dýr-um, en í eldmynduðum bergtegundum aldrei.
Eld-mynduðum bergtegundum hefir verið skipt í eldri og
y n g r i; til hinna yngri teljast: basalt, trachyt og
hljóm-steinn, sem hér eru algengar; en til hinna eldri:
granit, syenit og diorit. J>ær eru ekki hér.

Mjög er það mismunandi hvernig hinir einstöku
smáhlutar samsettra bergtegunda eru lagaðir, en
meg-inhluti þeirra samstendur af fullgjörðum eða
hálfgjörð-um kristöllum. En lögun hinna hálfgjörðu kristalla
verður eptir hindrunum peim, sem þeir mæta við

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0226.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free