- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
101

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

101

og svífur áfram í loptinu; en ekki getur hann lypt sér
eða lækkað sig á fluginu, og fellur pví opt niður
flokkum saman á skip, er um fara. —■ Hornsíli eru
litlir fiskar, er lifa helzt i tjörnum, leirpollum eða
lækjum. J>au hafa hreyfanlega brodda upp úr bakinu,
og skipta litum. Um pað leyti, sem pau maka sig,
er karlfiskurinn fagurrauður eða grænn. Hann
bygg-ir eins konar hreiður fyrir hrognin úr stráum og fleiru;
en pegar pað er fullgjört, leiðir hann pangað
kvenn-fiskinn, er hryggnir í hreiðrið, en karlfiskurinn
frjófg-ar siðan hrognin. Opt hryggna margir kvennfiskar í
sama hreiðrið, og annast einn karlfiskur um öll
hrogn-in, og ver hreiðrið fyrir árásum kvennfiskanna, er
iðu-lega reyna að eyðileggja það og eta hrognin. —
Stein-bítur hefir stórar og sterkar tennur, og er heldur
ljót-ur fiskur. Hann veiðist töluvert hér við strendur,
einkum á Vestfjörðum, og pykir allgóð fæða. Roðið nota
Vestfirðingar i skó. — Hrognkelsi er hér töluvert
al-gengur fiskur, lifir helzt á fjörum, par sem mikið pang
er og pari, en veiðist minna sumstaðar nú en áður.
Karlfiskurinn heitir rauð magi; er hann töluvert
minni vexti en kvennfiskurinn eða grásleppan.
J>að er einkennilegt við pessa fiska , að kviðuggarnir
mynda eins konar sogflugu. Karlfiskurinn annast um
ungana. — Lúður eru flatvaxnar og synda á hliðinni;
önnur hliðin er hvít en hin dukk, og er hún nokkuð
kúptari en hin. Bæði augun eru á dukku hliðinni, og
veit hún upp en sú hvíta niður; munnurinn er
skakk-ur. Gotraufarugginn og bakugginn ganga eptir
skrokknum endiiöngum. Sumar lúður eru margar
áln-ir á lengd. Hér við strendur eru margs konar lúðu-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0115.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free