- Project Runeberg -  Förin til Tunglsins /
18

(1884) [MARC] Author: Sophus Tromholt
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

blossa hinna eldgjósandi fjalla, eða einhvers þess,
sem oss finnst hrífandi við landslag á jörðinni, þá er
það ávallt eitthvað meiraen dauð myndin, ávallt lýsir
sjer einnig einhver lífsvottur. Ekkert slíkt hrífur
oss á tunglinu; þar eru að eins dauðar myndir, og
umskipti ljóss og myrkurs. Svo langt sem augað
eygir, er hjer ekki annað að sjá en hrikalegt
fjall-lendi, glóbjart af sólskininu ogógurlega einsmyndaða
eldgíga hvern niðri í öðrum, en engin ljós- eða
lit-brigði. Eitt er þó, sem ber af við hinar
hrika-legu fjallmyndanir, og það eru hinir stóru dimmu
fletir, sem stjörnufræðingarnir á jörðinni álitu áður
að væru höf, og sem veita tunglinu andlitsmynd frá
jörðinni að sjá; þeir eru luktir háum fjallgörðum á
allar hliðar. Yjer stöndum nú á þeim, og sjáum, að
hvorki er nokkur vatnsdropi á þeim, og ekki eru þeir
heldur alveg sljettir, því um þá liggja lág hæðadrög,
og hjer og hvar eru smágígar og stakir fjallatindar.

Oss finnst, ef til vill, mest til um hæð fjallanna
á tunglinu. Stjörnufræðingarnir á jörðunni hafa
fyrir löngu mælt hæð þeirra, af lengd skugganna,
sem leggur af þéim, þegar sólin skín á þau ; þannig
hafa menn bæði fyr og nákvæmar mælt hæð þeirra
heldur en ýmissa hálenda á jörðunni. Mörg fjöll á
tunglinu eru um 27 þús. fet á hæð, en þvermál
tungls-ins er fjórum sinnum minna en jarðarinnar.
|>ver-mál jarðarinnar er 1,716 mílur, en tunglsins að eins
440 mílur. Ummál tunglsins er álíka langt eins og
Asía endanna á milli, þar sem hún er lengst.
Veg-urinn umhverfis tunglið mundi vera 1500 mílur á
lengd, eða lítið eitt lengri en leiðin til Vestindía.
Flatarmál þess er álíka og flatarmál Ameríku. Ekki
mundi veita af 50 kúlum á stærð við tunglið til þess

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Tue Dec 12 04:27:17 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tunglsins/0022.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free