- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
107

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

þín brúðarsæng. Þú yndisblíða gröf!
þú geymir hèr í þfnum fölva faðmi
þá fullkomnustu skuggsjá ódauðleikans.
Ó, Júlía, sem átt nú byggð með englum,
þigg nú af minni hendi hinnsta ástgjöf,
eg heiðraði þig lífs, og nú í dauða
læt fórnir tregans fegra þína gröf.

(Sveinninn hvíslar.)

Nú bendir sveinninn; einhver ætlar hingað;
hver níðings-fótstig flana hèr um nætur,
að trufla minnar tryggðar helgi-viðhöfn?
Með blys í hendi. Hyl mig, nótt, um stund.

(Gengur til hliðar. Rómeó og Balthasar koma með blys og pálstaf.)

Róm.: Fá þú mèr pálinn, einnig innbrotsjárnið;
tak þetta brèf, og mundu árla’ á morgun,
að fá það föður mínum. Gef mèr blysið.
Og svo — vík burt, ef viltú lífi halda;
hvað sem þú heyrir hèr og kanntu’ að sjá,
þá hafðu hljótt og trufla þú mig ekki
á meðan eg fer inn í grafar reitinn,
að líta enn þá auglit konu minnar,
en einkum til að taka’ af fingri hennar
einn dýran hring, einn hring, sem eg skal hafa
í miklu máli. Far nú burtu, burtu!
En dirfist þú að fýsast eptir frekar,
um ferðir mínar hèr, þá vittu víst,
eg sundurslít þig allan, lið frá liði,
og sáldra þèr um soltinn kirkjugarðinn.
Við nóttin erum römm og regintryllt,
og heiptúðugri’ og harðlyndari miklu,
en hundrað ljón og brimöskrandi stórsjór!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0113.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free