- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
105

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Eg sè ei eitur, heldur heilsu-gjöf,
að hressast á við Júlíu minnar gröf.

(Fer.)

2. atriði.

Klefi Lárenzar.

(Bróðir Jón kemur.)

Jón.: Heyr, helgi bróðir heilags Fransiskusar!

(Lárenz kemur.)

Lár.: Eg þekki róminn, þetta er bróðir Jón minn.
Og hvað er frètta? Fannstu ekki Rómeó?
og ef hann reit, þá fá mèr brèf hans fljótt.

Jón: Eg fór að leita’ upp fèlagsbróður einn
af okkar reglu, til að fá til fylgdar
sem vakir yfir veikum hèr í staðnum;
en vaktararnir, þá þeir sáu okkur,
þá hèldu þeir við hefðum báðir verið
í húsi nokkru, sem er sóttnæmt mjög,
og læstu okkur inni’ og hèldu föngnum,
svo mèr var lokuð leið til Mantúuborgar.

Lár.: Hver gat þá borið brèfið mitt til Rómeó?

Jón.: Eg gat ei sent það, sjáðu, það er hèrna;
ei heldur fèkk eg mann að flytja þèr það,
því alla skelfdi þessi skæða drepsótt.

Lár.: Æ, sorglegt slys! Eg sver við mína reglu,
að brèf það var ei marklaust, heldur mjög
svo áríðandi, og að það ekki komst,
er dauðans háski. Heyrðu, bróðir, far nú
og heimta brotjárn; kom með það til klefans

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0111.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free