- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
101

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

3. fiðl.: Svei mèr ef jeg veit hvað jeg á að
segja.

Pèt: Fyrirgefðu: þú syngur allt, en segir
ekkert. Jeg skal svara fyrir þig: „sönglistin með
silfurhljóm“ er sagt af því, að slíkir kompánar, sem
þið eruð, fá sjaldan gull fyrir gól. (Syngur.)

„kom sönglistin með silfurhljóm
og sorgir mínar óðar deyddi.“

(Fer út syngjandi.)

1. fiðl.: Hver var þessi bannsetti háðfugl?

2. fiðl.: Hengjum hann, Kobbi. En komum inn
og bíðum eptir líkfylgdinni og sníkjum okkur mat.

(Fara.)

V. þáttur.

1. atriði.

Mantúa. Borgarstræti.

(Rómeó kemur.)

Róm.: Ef smjaðurauga svefnsins mætti marka,
þá boðar hann mèr fljótar gleðifrèttir.
Nú situr lètt í sæti brjóstsins kóngur,
og allan daginn framar von og venju
eg verið hefi kátur, hress og lèttur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0107.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free