- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
88

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Lár.: Nei, bíddu, dóttir, veit eg vonar-skímu,
en vogun er það fram úr öllu hófi:
ef hugsar þú þèr, heldur en giptast París,
að hafa sálarþrek að missa líf þitt,
þá er það líklegt að þú hugdirfð hafir,
að hætta’ á nokkuð, sem að líkist dauða,
og losa þig með því frá þeirri sneypu,
er þú vilt komast hjá með fullum dauða;
og bili þèr ei hugur, hef eg ráðið.

Júl.: Bið þú mig hlaupa, heldur en giptast París,
af hæsta turni þeim, er gnæfir þarna;
að leggjast út, að leita’ upp dreka bæli,
og bind þú mig við bráðöskrandi hrædýr,
og loka mig í líkhús inn um nóttu,
sem gnötrar allt af glamri dauðra beina,
hjá rotnum limum, hrægrotnandi hausum,
og seg mèr leggjast nið’rí nýja gröf,
og liggja fast víð líkið, inni’ í hjúpnum;
já, allt, sem vekur ofboð fyr en heyrt er,
það gjöri’ eg heldur hjartans fús og örugg,
en hætta’ að lifa óspilt kona manns mfns.

Lár.: Vel, vel! far heim, ver glöð og seg þú
giptist með gleði París. Miðvika er á morgun;
en næsta kvöld, þá vertu alein inni,
og ei skal fóstran sofa’ í salnum hjá þèr.
Tak þetta ker! og þegar þú ert afklædd,
þá drekktu þennan drykk, sem eg hef blandað,
og þá mun heljarhrollur allt, í einu
sig læsa gegnum allar þínar æðar,
og lífskrapt allan lama; engin slagæð

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0094.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free